1
Menning

Þögn á Akranesi

2
Innlent

Einstæð þriggja barna móðir áreitt

3
Heimur

Sigurbjörg biður um hjálp fyrir sveltandi fjölskyldu

4
Skoðun

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands

5
Innlent

Sonur Sævars Þórs eltur

6
Innlent

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni

7
Heimur

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga

8
Innlent

Árbæingur hótaði lögreglumanni nauðgun

9
Innlent

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla

10
Innlent

Leiðindi í Kópavogi

Til baka

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis

Ingling ehf. hefur sent frá sér tilkynningu um innköllunina

Kraftur
Kraftur Test Booster

Fyrirtækið Ingling ehf. hefur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að það hafi innkallað vörurnar Kraftur Test Booster og Fadogia Agrestis.

Vörurnar hafa verið seldar í verslunum hér á landi og á sölusíðu Ingling.is. Umrædd innköllun á við um allar framleiðslulotur til dagsins 25. september 2025.

Þeir viðskiptavinir sem hafa verslað Kraft Test Booster og/eða Fadogia Agrestis er heimilt að skila vörunni gegn fullri endurgreiðslu í þeirri verslun þar sem hún var keypt eða með því að setja sig í samband við Ingling ([email protected]). Ingling biður viðskiptavini sína innilega afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Samkvæmt tilkynningunni hefur Ingling þegar breytt hráefnisblöndunni í Kraft og er Kraftur kominn aftur í sölu með meiri Kraft frá Ingling.

Tilkynningin frá Ingling

Frá því Ingling hóf sölu vara sinna fyrir u.þ.b. tveimur árum fram til 25. júní 2025 var innihaldsefnið Fadogia Agrestis löglegt í Evrópu. Þann 25. júní 2025 var Fadogia Agrestis sett á lista Evrópusambandsins sem ,,nýfæði“ sem þýðir að hráefnið var ekki notað í stórum stíl fyrir 15. maí 1997 innan Evrópusambandsins, en engin áhættutilkynning varðandi vöruna hefur verið gefin út af hálfu yfirvalda. Þegar vara fer á þann lista er bannað að selja hana nema með sérstöku markaðsleyfi útgefnu af Evrópusambandinu sem kostar tugi milljóna. Það ferli er eitthvað sem lítil íslensk framleiðslufyrirtæki geta ekki staðið undir fjárhagslega.

Fadogia Agrestis var bæði selt af Ingling eitt og sér og síðan sem eitt af mörgum innihaldsefnum í vörunni Kraft Test Booster.

Við viljum greina frá atburðarásinni sem átti sér stað fyrir 25. september sl. þegar yfirvöld upplýstu okkur um að Fadogia væri komið á lista yfir nýfæði. Frá 25. júní 2025, þegar Fadogia Agrestis var skráð á lista yfir nýfæði af Evrópusambandinu, hafa yfirvöld framkvæmt tvær úttektir á öllum vörumiðum (e. label) á þeim vörum sem Ingling framleiðir og dreifir hér á landi. Engar athugasemdir voru gerðar þrátt fyrir að tvær af vörum Ingling hafi innihaldið Fadogia Agrestis. Þremur vikum síðar var krafist innköllunar á vörunni án fyrirvara og gerð krafa um að öllum viðkomandi vörum yrði fargað. Á sama tíma fá erlend vörumerki að bjóða íslenskum neytendum innihaldsefnið Fadogia Agrestis hér á landi og hagnast á því meðan lítil íslensk fyrirtæki sitja uppi með verulega aukin kostnað sem er afleiðing hins erlenda regluverks.

Hvað er nýfæði ?

Nýfæði er samheiti yfir matvæli sem ekki voru hefðbundin neysluvara í ríkjum Evrópusambandsins fyrir 15. maí 1997 þegar reglugerð ESB um nýfæði tók gildi.

Dæmi um skilgreint nýfæði er chia fræ, en fyrir 15. maí árið 1997 var lítil sem engin neysla á chia fræjum innan Evrópusambandsins. Þess vegna teljast chia fræ sem nýfæði innan Evrópusambandsins. Hins vegar veitti framkvæmdarstjórn ESB árið 2009 leyfi fyrir notkun þeirra og leyfið var síðar víkkað út þannig að nú má selja chia fræ og nota þau í vörum.

Hér er að finna hlekk á leitarvél Evrópusambandsins fyrir þau hráefni sem eru skráð sem nýfæði af ESB : https://ec.europa.eu/food/food-feed-portal/screen/novel-food-catalogue/search

Er verið að innkalla Fadogia Agrestis þar sem um er að ræða hættuleg fæðubótarefni?

Nei, ekki er verið að innkalla Fadodia Agrestis vegna sérstakrar hættu. Hvorki Fadogia Agrestis né Kraftur Test Booster eru talin skaðleg fæðubótarefni. Ástæða þess að verið er að innkalla framangreindar vörur er að Fadogia Agrestis var skilgreint þann 25. júní 2025 sem nýfæði í Evrópu.

Leyfi til að dreifa hráefni sem flokkast sem nýfæði samkvæmt Evrópusambandinu kostar verulegar fjárhæðir og lítil fyrirtæki eins og Ingling ehf. hafa ekki fjárhagslega burði, eins og sakir standa, til þess að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af slíku umsóknarferli, þó að mikill áhugi sé fyrir hendi af hálfu Ingling ehf., enda er um vinsæla og góða vöru að ræða.

Þegar Ingling ehf. byrjaði að selja Fadogia Agrestis árið 2024 var hráefnið ekki á lista yfir nýfæði og var því sala þess lögleg til 25. júní 2025. Þegar Ingling ákveður að hefja sölu á nýjum vörum er ávallt farið vel yfir lista Evrópusambandsins til að ganga úr skugga um að öll hráefni séu lögleg til dreifingar á Evrópska efnahagssvæðinu.

Ingling fékk enga tilkynningu frá yfirvöldum að til stæði að setja Fadogia Agrestis á lista yfir nýfæði. Engin aðlögunartími var veittur og er um að ræða mikið tjón fyrir lítið fyrirtæki vegna innköllunar, prentun á nýjum vörumiðum og förgun á vörum og hráefnum. Í þessu sambandi skal einnig tekið fram að þann 5. september 2025 var varan Kraftur Test Booster innkölluð

samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda vegna skorts á varúðarmerkingum, en á sama tíma var engin athugasemd gerð við að varan innihéldi Fadogia Agrestis, þrátt fyrir að það hafi verið skráð sem nýfæði þann 25. júní 2025. Þá er ítrekað að enn er hægt er hægt að versla Fadogia Agrestis hér á landi frá erlendum vörumerkjum.

Við hjá Ingling gerum okkur grein fyrir því að endanleg ábyrgð hvílir ávallt á okkar herðum sem matvælafyrirtæki, sbr. b-lið 8. gr. laga um matvæli nr. 93/1995. Ingling leggur ríka áherslu á að allt það úrvals hráefni sem fyrirtækið notar í framleiðslu standist gerðar kröfur yfirvalda í þeim efnum. Ofangreind umfjöllun sýnir að hlutirnir geta verið fljótir að breytast og því mikilvægt að fylgjast vel með og eftir atvikum upplýsa viðskiptavini og neytendur eins vel og hægt er hverju sinn m.t.t. aðstæðna.

Hvað er Fadogia Agrestis?

Fadogia er ættkvísl blómaplantna sem eiga náttúrulegan uppruna sinn í hitabeltis- og savannasvæðum Afríku, einkum í Nígeríu, Súdan og nágrannaríkjum. Nokkrar tegundir innan ættkvíslarinnar hafa lengi verið notaðar í hefðbundnum afrískum lækningum, meðal annars sem náttúrulegt orku- og frjósemislyf.

Á síðustu tveimur áratugum hefur áhugi á Fadogia Agrestis, einni þekktustu tegundinni, aukist bæði í Evrópu og Norður-Ameríku, þar sem hún er (var í Evrópu) markaðssett sem náttúrulegt fæðubótarefni sem stuðlar að aukinni líkamlegri orku, kynhvöt og testósterónframleiðslu. Sala þessara vara hófst á evrópskum markaði um og eftir árið 2010, aðallega í gegnum netverslanir og heilsuvörukeðjur, en hefur aukist verulega með vaxandi eftirspurn eftir plöntumiðuðum virkum efnum og náttúrulegum valkostum við hefðbundin hormónaefni.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Samkynhneigð uns „sakleysi“ sannast
Heimur

Samkynhneigð uns „sakleysi“ sannast

Óvenjuleg skotmörk í baráttu rússneskra stjórnvalda gegn LGBTQ+
Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni
Nærmynd
Peningar

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu
Innlent

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands
Skoðun

Jóhann Dagur Þorleifsson

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga
Myndband
Heimur

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga

Faðir neyddi barnaníðing til að grafa sína eigin gröf
Heimur

Faðir neyddi barnaníðing til að grafa sína eigin gröf

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla
Innlent

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla

Höfðingjasetur til sölu á höfuðborgarsvæðinu
Myndir
Fólk

Höfðingjasetur til sölu á höfuðborgarsvæðinu

Ísraelsk herskip ögruðu Sumud-flotanum í nótt
Heimur

Ísraelsk herskip ögruðu Sumud-flotanum í nótt

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig
Innlent

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig

„Nei, Þorgerður Katrín“
Innlent

„Nei, Þorgerður Katrín“

Innlent

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu
Innlent

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu

„Fólk sem segir eitthvað annað er annað hvort að ljúga að þér eða bergmála lygar“
Bíll endaði á húsi í Kópavogi
Innlent

Bíll endaði á húsi í Kópavogi

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis
Innlent

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla
Innlent

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig
Innlent

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig

„Nei, Þorgerður Katrín“
Innlent

„Nei, Þorgerður Katrín“

Loka auglýsingu