
Kjúklingalæri.MAST hefur innkallað hrá kjúklingalæri frá Stjörnugrís hf.
Mynd: Matvælastofnun
Matvælastofnun varar neytendur við neyslu á tveimur tegundum hrárra maríneraðra kjúklingalæra frá Stjörnugrís hf. vegna innköllunar á einni framleiðslulotu.
Um er að ræða kælivörur sem hafa þegar verið teknar úr sölu og innkallaðar af markaði. Er grunur um að salmonella sé að finna í kjúklingnum.
Innköllunin nær til eftirfarandi vara:
- Vöruheiti: Kjúklingalæri í buffalo
- Vörumerki: Stjörnufugl
- Lýsing á vöru: Hrár kjúklingur í buffaló marineringu.
- Geymsluskilyrði: kælivara
- Lotunúmer: 8019-25139
- Strikamerki: 2328812
- Framleiðandi: Stjörnugrís hf.
- Dreifing: Krónan, Bónus, Skagfirðingabúð, Kaupfélag Vestur-Hún
Og einnig:
- Vöruheiti: Kjúklingalæri saffran
- Vörumerki: Nettó
- Lýsing á vöru: Hrár kjúklingur í saffran marineringu.
- Geymsluskilyrði: kælivara
- Lotunúmer: 8018-25139
- Strikamerki: 2328802
- Framleiðandi: Stjörnugrís hf.
- Dreifing: Kjörbúðin, Krambúð, Nettó.
Samkvæmt tilkynningu MAST er framleiðandi beggja vara Stjörnugrís hf.
Neytendur sem keypt hafa kjúkling með framangreindum lotunúmerum eru beðnir um að skila vörunni í viðkomandi verslun. Ekki er ráðlagt að neyta vörunnar.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment