1
Fólk

Jóhanna Guðrún gerði kaupmála við eiginmanninn

2
Peningar

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt

3
Fólk

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku

4
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

5
Fólk

Stjörnulögfræðingur vill flytja

6
Heimur

Féll niður brekku á Kanarí og lést

7
Pólitík

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð

8
Innlent

Grunsamlegar mannaferðir í Árbænum

9
Pólitík

Björn Leví hefur trú á Sjálfstæðisflokknum

10
Heimur

Áhorfendur bauluðu á Bandaríkjaforseta

Til baka

Íslendingurinn sem ríkið hafnaði: „Það er eins og ég sé ekki til“

Jónína Shipp hefur alla sína ævi búið á Íslandi. Hún er fædd hér af íslenskri móður en hlaut samt ekki náð fyrir allsherjarnefnd Alþingis og var ekki í hópi þeirra fimmtíu sem hlutu ríkisborgararétt í vikunni.

Jónína Shipp (2)
Jónína Shipp er lengst til hægri á myndinni. Með henni eru eiginmaður hennar, barn og barnabarn. Jónína er borin og barnfæddur ÍslendingurFær samt ekki ríkisborgararétt
Mynd: Aðsend

Jónína Shipp hefur alla sína ævi búið á Íslandi og hún er fædd hér af íslenskri móður en hlaut samt ekki náð fyrir allsherjarnefnd Alþingis, var ekki í hópi þeirra fimmtíu sem hlutu ríkisborgararétt í vikunni.

Jónína Shipp er fædd í Reykjavík árið 1959 en bandarískur faðir hennar fluttist til Bandaríkjanna þegar Jónína var kornabarn.

Jónínu og allri fjölskyldu hennar var mjög brugðið er hún fékk ekki íslenskt vegabréf þegar hún var sautján ára að aldri.

Faðir hennar skráði hana sem bandarískan ríkisborgara án vitneskju móður Jónínu.

Þegar Ísland varð síðan hluti af Schengen svæðinu svokallaða leitaði Jónína til Útlendingastofnunar sem gat einungis veitt henni dvalarleyfi til fimm ára í senn og það er háð hjúskaparstöðu.

Jónína sagði í samtali við fréttastofu RÚV að „ef ég og maðurinn minn skiljum þá á ég líklega ekkert afturkvæmt á Íslandi“ og spyr einnig „hvað hafa þessir - sem fengu ríkisborgararétt - fram yfir mig sem er fædd á Íslandi með íslenska móðir, gekk alla sína grunnskólagöngu hér. Hver er formúlan? Ég tel mig vera íslenska ég hef bara ekki pappír yfir það.“

Mál Jónínu hefur vakið mikla eftirtekt enda ekki á hverjum degi sem kona fær ekki íslenskan ríkosborgararétt þótt hún sé borinn og barnfæddur ríkisborgari.

Mannlíf heyrði hljóðið í Jónínu og sagði hún að eftir að RÚV hóf að fjalla um mál sitt hafi hún fengið mikla hvatningu og mikinn stuðning en ekki frá íslenska ríkinu:

„Fólk hefur sýnt mér mikinn stuðning og það er mjög jákvætt að fá slíkan stuðning og líka hvatningu um að halda áfram og gefast ekki upp gegn kerfinu“ segir Jónína og færir í tal að hún hafi ekki fengið nein viðbrögð né stuðning frá íslenskum stjórnvöldum:

„Ég bíð og ég vona að ég heyri eitthvað í stjörnvöldum en það hefur ekki enn gerst“ segir hún og bætir því við að hún hafi hingað til alls staðar „komið að lokuðum dyrurm hjá ríkinu. Ég hef ekki fengið viðtal neins staðar, ekki einu sinni hjá Útlendingastofnun, og það er bara eins og ég sé ekki til.“

Jónína er ekki tilbúin að gefast upp en segir það vera ansi „dýrt að fá þjónustu lögfræðings og að mínu mati er það augljóst að ég ætti ekki að þurfa á lögfræðingi að halda til að fá staðfestingu á því hver ég er og hvaðan ég sé.“

Eðlilega er Jónína sár og svekkt yfir því að vera ekki viðurkennd sem íslensk og segir einfaldlega að hún sé nánast „kjaftsopp yfir þessu máli“ og segist hún að endingu ekki skilja „hvernig á þessu öllu standi því ég er íslensk, og ég er hvergi nærri hætt.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu
Myndir
Fólk

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu

Stendur á stórri lóð á frábærum stað
Íslenskur landi fær gull í Las Vegas
Landið

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

Áhorfendur bauluðu á Bandaríkjaforseta
Myndband
Heimur

Áhorfendur bauluðu á Bandaríkjaforseta

Stjörnulögfræðingur vill flytja
Fólk

Stjörnulögfræðingur vill flytja

Ísrael heldur áfram að takmarka aðstoð
Heimur

Ísrael heldur áfram að takmarka aðstoð

Féll niður brekku á Kanarí og lést
Heimur

Féll niður brekku á Kanarí og lést

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku
Fólk

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð
Pólitík

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt
Peningar

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt

Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

Hefur áður verið dæmdur fyrir líkamsárás
Boða nýjung í málefnum ungmenna
Innlent

Boða nýjung í málefnum ungmenna

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

Sigríður Björk lætur af embætti
Innlent

Sigríður Björk lætur af embætti

Enski boltinn orðinn 65% dýrari á einu ári
Innlent

Enski boltinn orðinn 65% dýrari á einu ári

Loka auglýsingu