Íslenskur karlmaður hefur dæmdur í fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur en dómur þess efnis var nýverið birtur
Karlmaðurinn var ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa mánudaginn 23. desember 2024 á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík veist með ofbeldi að lögreglumanni sem var við skyldustörf, og sparkað í hægri fótlegg hans með þeim afleiðingum að hann hlaut mar og bólgu á sköflung.
Sakborningurinn játaði brot sitt en í dómnum er sagt frá því að maðurinn hafi verið dæmdur í 90 daga fangelsi árið 2020 vegna brots gegn 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og 231. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Maðurinn var í þetta skipti dæmdur í 60 daga fangelsi en er dómurinn skilorðsbundinn til tveggja ára.

Komment