Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í fangelsi eftir að hann játaði kannabisræktun.
Maðurinn var ákærður fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa, laugardaginn 2. nóvember 2024, á Selfossi haft í vörslum sínum samtals 160,88 grömm af maríhúana og 43 kannabisplöntur í ræktunar samtals vógu 13,22 grömm, og fyrir að hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað þar framangreindar kannabisplöntur.
Ræktandinn játaði brot sitt en samkvæmt dómnum hafði hann fimm sinnum brotið fíkniefnalög en síðast gerði hann það árið 2019. Hann hafði einnig áður verið dæmdur fyrir hótanir, brot gegn valdstjórninni og umferðarlagabrot.
Hann var dæmdur í 60 daga fangelsi en er dómurinn skilorðsbundinn til tveggja ára. Hann þarf einnig að greiða 100.440 krónur í sakarkostnað.

Komment