
Grínistinn og lögfræðingurinn geðþekki Jóhann Alfreð Kristinsson hefur stofnað nýtt fyrirtæki.
Það heitir Litla dæmið ehf og er tilgangur félagsins er sjálfstæð starfsemi í kringum sviðslistir og framleiðsla og ráðgjöf vegna sjónvarps- og kvikmyndaverkefna. Greint er frá þessu í Lögbirtingablaðinu.
Jóhann situr í stjórn og Valdís Magnúsdóttir er varamaður en hún er eiginkona hans Jóhanns. Grínistinn er framkvæmdastjóri félagsins og fer með prókúruumboð.
Jóhann er, eins og flestir vita, hluti af Mið-Íslands hópnum en hann skrifaði einnig þættina Vesen og leikur í þeim. Jafnframt hefur hann staðið fyrir eigin uppistandssýningu Allt í gangi með uppistandaranum Jakobi Birgissyni. Undanfarin misseri hefur hann komið reglulega fram í uppistandssýningunum Púðursykur og Meiri Púðursykur í Sykursalnum í Grósku.
Jóhann seldi nýverið glæsilegt hús sitt í Mosfellsbæ og keypti annað, sem er einnig mjög glæsilegt.

Komment