
Jón Ómar Árnason hefur verið dæmdur af Héraðsdómi Reykjavíkur í 60 daga fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára.
Í dómnum, sem var nýlega birtur á vefsíðu héraðsdómsstóla, er greint frá því að Jón hafi þann 27. ágúst 2023 sett hönd sína inn undir bol brotaþola og strokið höndinni eftir baki hennar, niður að mjóbaki uns hann setti hönd sína á rass brotaþola innan klæða. Í dómnum er sagt frá því að Jón Ómar hafi játað brot sitt, iðrist þess og beðist afsökunar. Hann hafi einnig leitað sér aðstoðar vegna sinna mála.
Auk þess að vera dæmdur í 60 daga fangelsi þarf Jón Ómar að greiða brotaþola 400 þúsund krónur auk dráttarvaxta. Þá greiði hann þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Sigrúnar Jóhannsdóttur lögmanns, 600.000 krónur, og 77.362 krónur í annan sakarkostnað.
Komment