1
Heimur

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu

2
Innlent

Kona flutt á bráðamóttökuna

3
Innlent

Tjöruhúsið opið aftur eftir að Skatturinn innsiglaði staðinn

4
Innlent

Andri Snær rífur í sig nýju göngubrúna við Sæbraut

5
Innlent

Bubbi líkir hraðbankaræningjum við Hróa Hött

6
Peningar

Landsbjörg segir fréttir af ofurlaunum framkvæmdarstjórans villandi

7
Innlent

Drukkin börn við grunnskóla

8
Heimur

Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu

9
Menning

Ég get ekki - Nýtt ljóð eftir Elísabetu Jökulsdóttur

10
Mannlífið

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti

Til baka

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti

Elsti starfandi veitingastaður landsins fékk andlitslyftingu.

Kaffivagninn
Nýtt útlit, sami andi?Margir landsmenn muna eftir einkennandi útliti gamla Kaffivagnsins. Hér er afurð andlitslyftingarinnar.
Mynd: Aðsend

Kaffivagninn, elsti starfandi veitingastaður á Íslandi, opnar í dag fyrir gesti og gangandi eftir gagngerar endurbætur, endurhönnun og endursköpun, en þessi rótgróni veitingastaður hefur verið hluti af veitingasögu lands og þjóðar frá opnun árið 1935, eins og lýst er í fréttatilkynningu.

Að baki opnuninni stendur veitingamaðurinn Axel Óskarsson, matreiðslumaður og reynslubolti í ferðaþjónustu, sem hefur síðustu ár „sérhæft sig í heildarupplifun kröfuharðra erlendra ferðamanna“ og samhliða rekið veitingahúsið Öðling í golfskálanum Oddi ásamt eiginkonu sinni Katrínu Ósk Aldan. Jóhann Jónsson, matreiðslumaður á Laugaási í yfir tvo áratugi, stendur jafnframt vaktina úti á Granda með þeim.

Sólveig Andersen, iðnhönnuður, er hugmyndasmiður og hönnuður staðarins, en innandyra hefur allt verið uppfært og endurnýjað, en þó tryggt að andinn og sálin í húsinu yrði áfram til staðar, enda saga staðarins samofin sögu borgarinnar og kynslóðanna.

Kaffivagninn Axel Óskarsson, matreiðslumaður og eiginkona hans Katrín Ósk , börn
KaffivagnsfjölskyldanAxel Óskarsson matreiðslumaður og eiginkona hans, Katrín Ósk, ásamt börnum.
Mynd: Aðsend

Kaffivagninn var stofnaður árið 1935 af Bjarna Kristjánssyni og var bókstaflega kaffivagn sem staðsettur var á horni Pósthússtrætis og Tryggvagötu. Guðrún Ingólfsdóttir keypti vagninn af Bjarna í byrjun sjötta áratugar síðustu aldar, en hann var þá á Grandagarði og komust mest 15 manns þar inn. Fastagestir voru þá helst sjómenn og hafnarverkamenn sem mættu í bítið, enda var Reykjavík á þessum tíma ein stærsta verstöð landsins. Þá kom Guðrun upp fyrsta björgunarhringnum í tengslum við staðinn og þar var einnig eini síminn á Grandanum lengi vel og var hann mikið notaður til ýmissa samtala. 1975 komst Kaffivagninn í núverandi húsnæði, sem nú hefur verið endurnýjað.

„Hér hafa kynslóðirnar mæst og alist upp hlið við hlið áratugum saman og það er mikill heiður að fá að taka þátt í að tryggja að svo verði áfram. Við höfum gert staðinn fallega upp, sett upp glæsilega og girnilega matseðla fyrir hádegi og kvöld og óvíða er útsýnið skemmtilegra að auki en einmitt héðan. Ég hlakka til að taka á móti gestum á Kaffivagninum og bjóða þeim í lystaukandi ferðalag,“ segir Axel Óskarsson veitingamaður í tilkynningu.

„Góður matur og góður andi eru mínar ær og kýr og hér mun ég standa vaktina með nýjan og glæsilega hádegismatseðla, kvöldmatseðla og allt þar á milli og geri allt til að tryggja einstaka og góða upplifun á þessum elsta veitingastað landsins,“ segir Axel.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Sósíalistaflokkurinn vill tilnefna Francescu Albanese til friðarverðlauna Nóbels
Innlent

Sósíalistaflokkurinn vill tilnefna Francescu Albanese til friðarverðlauna Nóbels

„Núverandi ríkisstjórn Íslands, líkt og síðasta ríkisstjórn, reynist samsek og eykur þá samsekt með hverjum degi sem hún beitir sér ekki af fullum þunga gegn þjóðarmorðinu og svívirðilegum brotum á alþjóðalögum og mannréttindum“
Sólveig Anna hjólar í borgarstjóra vegna leikskólastarfsmannsins
Innlent

Sólveig Anna hjólar í borgarstjóra vegna leikskólastarfsmannsins

Jóhann Friðrik Antonsson er fallinn frá
Minning

Jóhann Friðrik Antonsson er fallinn frá

Drukkin börn við grunnskóla
Innlent

Drukkin börn við grunnskóla

Tjöruhúsið opið aftur eftir að Skatturinn innsiglaði staðinn
Innlent

Tjöruhúsið opið aftur eftir að Skatturinn innsiglaði staðinn

Landsbjörg segir fréttir af ofurlaunum framkvæmdarstjórans villandi
Peningar

Landsbjörg segir fréttir af ofurlaunum framkvæmdarstjórans villandi

Ég get ekki - Nýtt ljóð eftir Elísabetu Jökulsdóttur
Menning

Ég get ekki - Nýtt ljóð eftir Elísabetu Jökulsdóttur

Andri Snær rífur í sig nýju göngubrúna við Sæbraut
Innlent

Andri Snær rífur í sig nýju göngubrúna við Sæbraut

Óvíst hvort Ísraelar samþykki vopnahléssamninginn
Heimur

Óvíst hvort Ísraelar samþykki vopnahléssamninginn

Bubbi líkir hraðbankaræningjum við Hróa Hött
Innlent

Bubbi líkir hraðbankaræningjum við Hróa Hött

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu
Heimur

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu

Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu
Heimur

Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu

Kona flutt á bráðamóttökuna
Innlent

Kona flutt á bráðamóttökuna

Mannlífið

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti
Mannlífið

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti

Elsti starfandi veitingastaður landsins fékk andlitslyftingu.
Heimafólk sló velferðarskjaldborg um gesti þjóðhátíðar
Mannlífið

Heimafólk sló velferðarskjaldborg um gesti þjóðhátíðar

Lýsir hrikalegum glæpaferli og nýrri lífssýn
Mannlífið

Lýsir hrikalegum glæpaferli og nýrri lífssýn

Þetta er ánægðasta fólk landsins
Mannlífið

Þetta er ánægðasta fólk landsins

Loka auglýsingu