
Ónafngreindur karlmaður hefur verið dæmdur í 30 daga fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að sparka í tvígang í hliðarspegla bíls en sá dómur er skilrorðsbundinn til tveggja ára.
Fyrra atvikið átti sér stað 7. janúar 2023 en í dómnum er sagt að maðurinn hafi „sparkað í báða hliðarspegla bifreiðarinnar […], í eigu A, þar sem bifreiðin stóð á bifreiðastæði við B, með þeim afleiðingum að spegilgler hægri hliðarspegils brotnaði og hlíf vinstri hliðarspegils brotnaði og datt af.“
Seinna atvikið gerðist laugardaginn 27. maí 2023 og þá á viðkomandi að hafa „slegið og sparkað í vinstri hliðarspegil bifreiðarinnar […], í eigu A, þar sem bifreiðin stóð á bifreiðastæði við B, með þeim afleiðingum að festibúnaður hliðarspegilsins brotnaði.“
Maðurinn játaði brot sitt skýlaust og eins og áður segir var hann dæmdur í 30 daga fangelsi. Þá þarf hann að greiða allan sakarkostnaði en sá kemur 200.880 krónur.
Komment