
Kona um þrítugt hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 16. apríl, samkvæmt ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gæsluvarðhaldið er á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna rannsóknar á dauðsfalli sem átti sér stað í umdæminu.
Tilkynning um meðvitundarlausan karlmann í heimahúsi barst lögreglu snemma föstudagsmorguns. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang var maðurinn alvarlega slasaður og var strax fluttur á slysadeild. Þrátt fyrir aðhlynningu lést hann síðar sama dag.
Konan sem nú situr í gæsluvarðhaldi var handtekin í umræddu húsi. Lögregla veitir að svo stöddu ekki frekari upplýsingar um málið.
Komment