
Í dagbók lögreglu frá því í nótt og í gærkvöldi er greint frá því að kona hafi verið kærð fyrir ofbeldi gagnvart lögreglumanni.
Maður sem neytti fíkniefna fyrir framan lögreglu var handtekinn vegna þessa.
Óvelkominn maður var fjarlægður úr íbúð.
Maður með hníf var handtekinn í búsetuúrræði fyrir hótanir.
Tilkynnt var um bifreið sem var ekið um með konu á vélarhlífinni en hún var svo handtekin í þágu rannsóknar á öðru máli.
Nokkrir ökumenn voru sektaðir fyrir að vanrækja merkjagjöf. Einn þeirra reyndist svo vera á ótryggðri bifreið og annar ók einnig gegn rauðu ljósi. Enn fremur var annar líka með ljósker í ólagi og var boðaður í skoðun.
Lögreglumenn veittu athygli bifreið sem önnur bifreið var að draga. Kom í ljós að stjórnendur beggja ökutækja voru undir áhrifum fíkniefna og annar þeirra einnig að varsla fíkniefni, eins og lögregla orðar þar, sem og próflaus. Þeir voru handteknir og færðir á lögreglustöð í hefðbundið ferli.

Komment