Egill Darri Makan Þorvaldsson hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur.
Hann var ákærður fyrir líkamsárás, með því að hafa, miðvikudaginn 14. febrúar 2024, veist með ofbeldi að mann, innandyra á bensínstöð N1 í Reykjavík, og slegið hann ítrekað með krepptum hnefa í andlit og höfuð með þeim afleiðingum að hann hlaut brot á kinnbeini og mar og bólgu á kjálka.
Egill játaði brot sitt en hann á nokkurn sakaferil að baki.
Hann þótti fyrir nokkrum árum einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins og hefur spilað 12 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og fór til reynslu hjá ítalska stórveldinu Parma. Hann hefur spilað flesta meistaraflokksleiki sína fyrir Kórdrengi en spilaði síðast árið 2022 fyrir Árbæ.
Dómur Egils er skilorðsbundinn til þriggja ára og þarf að borga fórnarlambi sínu 808.191 krónu í skaða- og miskabætur með vöxtum.
Komment