1
Pólitík

Lilja Rafney missir sæti sitt

2
Peningar

Penninn Eymundsson skellir í lás

3
Innlent

Verðmætum stolið úr bíl Björns

4
Innlent

Fluttur á bráðamóttöku vegna veikinda

5
Peningar

Stjórnmál og blaðamennska blandast saman á stærstu ritstjórn landsins

6
Minning

Guðmundur Andri minnist látins bekkjarbróður

7
Innlent

Sirrý sakar tryllta konu um að hafa hrækt í andlit sjö ára barns

8
Heimur

Líkamshlutar í ferðatösku: Fórnarlambið sagt hafa misnotað ungling

9
Heimur

„Rusldrottning“ Svíþjóðar gæti fengið sex ára dóm

10
Innlent

Meint hópnauðgun í Árbæ ennþá í rannsókn

Til baka

Kristrún og Þorgerður þegja þunnu hljóði um refsiaðgerðir

Ráðherrarnir svara ekki spurningum Mannlífs

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra
Kristrún FrostadóttirForsætisráðherra svarar engu um mögulegar refsiaðgerðir.

Hvorki Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, né Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra svara spurningum Mannlífs um mögulegar refsiaðgerðir gagnvart Ísrael vegna gegndarlausra árása Ísraelshers á Gaza, sem hófust aftur fyrir alvöru fyrir þremur dögum og hefur kostað yfir 500 manns lífið, þar af um 200 börn.

Fyrir síðustu Alþingiskosningar skrifaði Kristrún Frostadóttir skoðanapistil sem birtist á Vísi en þar fór hún yfir stöðuna á Gaza. Þar sagði hún að yfirvöld á Íslandi ættu að taka ákveðnari skref til stuðnings Palestínu og eiga frumkvæði að því að viðræðum við önnur Norðurlönd um mögulegar efnahagslegar og pólitískar þvingunaraðgerðir gagnvart Ísrael.

Nú þegar Ísraelsher hefur að fullu rofið vopnahléið við Hamas og látið sprengjum rigna yfir Gaza-búa, eftir að hafa brotið vopnahléið vikum saman með minni árásum og skerðingu á lífsnauðsynjum hefur lítið heyrst frá ríkisstjórn Íslands, annað en fordæming utanríkisráðherra og að Inga Sæland, félagsmálaráðherra ætli sér að halda áfram að senda börnum á Gaza ást og kærleik.

Mannlíf sendi fjölmiðlafulltrúum Kristrúnar Frostadóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur spurningar um málið fyrir tveimur dögum síðan og ítrekun í gær. Frá ráðuneytunum ríkir hins vegar hávær þögn og engin svör berast enn.

Eftirfarandi spurningar voru sendar á ráðherrana:

„Í ljósi þess að Ísraelar hófu aftur að láta sprengjum rigna yfir borgara Gaza, hyggst Ísland bregðast við með einhverjum hætti, öðrum en þeim að fordæma fjöldamorðin? Hyggst Ísland beita Ísrael viðskiptaþvingunum eða beita ríkið einhverjum refsiaðgerðum, líkt og forsætisráðherra hefur talað fyrir áður?“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Lögreglan, ljós
Innlent

Vandræðamanni hent út af veitingastað

ALma möller kristrún frostadóttir
Pólitík

Bráðamóttakan stækkuð til muna

shutterstock_2524103367
Heimur

Garbage stendur með tónlistarfólki sem talar gegn þjóðarmorðinu

Séra Karen Hjartardóttir
Landið

Séra Karen fer heim á Snæfellsnes

Bella Nilsson
Heimur

„Rusldrottning“ Svíþjóðar gæti fengið sex ára dóm

blaðakonan
Heimur

Heimildarmynd upplýsir hver drap blaðakonuna Shireen Abu Akleh

Ártúnsholt Höfði Höfðahverfi
Innlent

Meint hópnauðgun í Árbæ ennþá í rannsókn

Laugavegur 77 penninn
Peningar

Penninn Eymundsson skellir í lás