1
Sport

Mögulegt að KSÍ kæri áhorfanda til lögreglu

2
Fólk

Sigurður ljósmyndari selur risahús í Vogunum

3
Landið

Jökull tekinn með ketamín og hlaðna loftskammbyssu á Akranesi

4
Fólk

Anna býr mögulega aðeins 300 metrum frá glæpakvendinu á Tene

5
Landið

Stúlka dæmd í Borgarnesi fyrir líkamsárásir

6
Pólitík

Söguleg stund á Alþingi í dag

7
Heimur

Greta opnar sig loks um pyntingar og niðurlægingu í haldi Ísraela

8
Heimur

Eiginkona Bruce Willis segir að dætur hans syrgi föður sinn

9
Heimur

Opinberar leyndarmál Buckingham-hallar: Veislur, óánægja og „Gin Palace“

10
Pólitík

Sigmundur vill bjóða Trump í golf og veita honum verðlaun

Til baka

Björn Leví Gunnarsson

Björn Leví Gunnarsson

Lagalegri ábyrgð stungið ofan í skúffur sögunnar - Að vera þingmaður: 1. kafli

Björn Leví Gunnarsson
Björn Leví GunnarssonFyrrum þingmaður Pírata

Við getum ekki fengið hreinskilið og heiðarlegt uppgjör. 

Við höfum ekki enn fengið uppgjör á hruninu, covid, sölu Íslandsbanka, og það nýjasta sem við munum líklega aldrei fá uppgjör á eru viðbætur við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna. Viðbætur sem veita Bandaríkjaher aukna heimild til aðgerða hér á landi án þess að Alþingi hafi samþykkt það.

Hvað þýðir þetta eiginlega? Jú, stjórnarskráin er mjög skýr hvað þetta varðar

“21. gr.

Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til.”

Þetta er semsagt þannig að annað hvort voru gerðar breytingar á varnarsamningnum sem þurfa samþykki Alþingis, eða ekki. Það eru, og þurfa að vera, afleiðingar af því að brjóta á þessari grein stjórnarskrárinnar en ég tel líkurnar á því að við munum fá úr því skorið af eða á vera engar. Málinu mun einfaldlega verið stungið ofan í skúffur sögurnar sem geyma endalaust mörg önnur mál þar sem enginn axlar lagalega ábyrgð.

Að vera þingmaður

Hæ. Smá útúrdúr frá greininni hérna til þess að útskýra hvað er að fara að gerast. Ég heiti Björn Leví Gunnarsson og var þingmaður fyrir Pírata á árunum 2016 til 2024. Ég sinnti þingstörfunum aðallega á þann hátt að krefja stjórnvöld um svör - þar sem stór hluti þingstarfanna snýst um eftirlit með framkvæmdavaldinu. Ég lagði einnig fram ýmsar tillögur og frumvörp og náði að fá nokkur þeirra samþykkt, sem er ekkert sjálfsagt fyrir þingmann úr stjórnarandstöðu. 

Ég geri mér alveg grein fyrir því að það voru ekkert allir sáttir við það hvernig ég sinnti þingstörfunum. Sumum fannst ég eyða tíma framkvæmdavaldsins með óþarfa spurningum - og töldu til klukkutímana sem fóru í að svara hverri fyrirspurn eins og það væri einhvers konar óþarfa peningaeyðsla. Einhverjir voru ekki sáttir við hvaða spurningar ég spurði, töldu þær vera áróður. Eins og spurninguna mína til fyrrum fjármálaráðherra um hvort hann teldi að hann gæti komist upp með að selja pabba sínum hlut í ríkisbanka eða spurningar um aksturskostnað þingmanna.

Algengasta dæmið sem ég fæ um óþarfa spurningar mínar er þegar ég spurði um heiti á höfuðborg Íslands, eins og ég vissi það ekki. Ég vissi vel hvert svarið var en ástæðan fyrir því að ég spurði er af því að stjórnvöld virtust ekki vita það - nafnið á sveitarfélaginu var alltaf rangt skráð á fæðingarvottorð barna nefnilega. Frekar vandræðalegt, og því augljóst tilefni til þess að spyrja stjórnvöld hvort þau vissu þetta ekki.

Hættur í pólitík

Þarna, ég sagði það bara. Ég er hættur í pólitík. Ég er ekki að fara að bjóða mig fram á lista í næstu sveitarstjórnarkosningum og ekki heldur í næstu Alþingiskosningum. Ég var meira að segja að pæla í því að bjóða mig ekki fram í síðustu Alþingiskosningum, en svo komu skyndikosningar áður en ég var búinn að klára að taka ákvörðun um það. Ég áttaði mig á því í kosningabaráttunni svo að ég hefði líklega átt að hætta bara og sagði nokkrum (fáum) frá því að ef ég yrði kjörinn á þing þá myndi ég hætta snemma á því kjörtímabili. Ég sagði Dóru Björt þetta, þar sem hún var í næsta sæti á eftir mér og formanni ungra Pírata. Svona til þess að hafa ákveðið aðhald til þess að ég myndi standa við þá ákvörðun. 

Kannski breytist þessi skoðun mín einhvern tíma seinna, en örugglega ekki fyrir næstu kosningar og líklega ekki eftir þær heldur. Þessi pistill er í raun til þess að tryggja að það verði ekki hægt að plata mig í eitthvað framboð - en líka til þess að útskýra af hverju. 

Af hverju?

Ég mun ekki ná að svara því í einni grein. Ég ætla því að skrifa nokkrar greinar (sem gætu orðið ansi margar) um hvað það er að vera þingmaður og af hverju ég hef engan áhuga á að verða þingmaður aftur. Eða nánar tiltekið, hvað það er sem kemur í veg fyrir að ég hafi áhuga á því. Fyrsta ástæðan er skortur á ábyrgð - og með þeim orðum skulum við halda áfram að skoða þetta mögulega framsal á fullveldi Íslands og brot á stjórnarskrá.

Að axla ábyrgð

Ábyrgð stjórnmálamanna skiptist gróflega í tvennt. Lagaleg ábyrgð og pólitísk ábyrgð. Það gerist af og til að stjórnmálamenn axli pólitíska ábyrgð með afsögn (eða tilfærslu). Yfirleitt ekki fyrr en það er búið að þvæla umræðuna fram og til baka. Nýleg afsögn Mennta- og barnamálaráðherra var hressandi breyting á því. Allavega miðað við afsagnir ráðherra á undanförnum kjörtímabilum þar sem það þurfti að elta uppi svör og ábyrgð svo mánuðum saman. En þetta er “bara” pólitísk ábyrgð - nokkuð sem hefur oft verið sagt að þurrkist bara út í næstu kosningum þegar kjósendur kveða upp dóm sinn. Ég man bara eftir einu tilfelli þar sem leitast var eftir lagalegri ábyrgð - með Landsdómi - og margir eru enn að væla yfir því. Réttilega að hluta til. Ranglega að mestu leyti hins vegar. Ég fjalla örugglega meira um það seinna - en klárum fyrst þetta framsalsmál.

Hvað gerist næst?

Málið mun þvælast fram og til baka, dúkka kannski upp af og til út af einhverjum fyrirspurnum eða nýjum skjölum sem mun taka mánuði eða ár að pranga út úr stjórnsýslunni. En lokaniðurstaðan verður að enginn mun axla, hvorki pólitíska né lagalega, ábyrgð á þessari ákvörðun um framsal á fullveldi Íslands. Aðallega af því að við munum aldrei fá skýrt svar um hvort viðbótin við samninginn sé slíkt brot eða ekki. Þetta mun gerast þrátt fyrir að núverandi utanríkisráðherra telji að málið hefði átt að fara fyrir þingið - sem er stórkostlega áhugaverð yfirlýsing því þar lýsir utanríkisráðherra skoðun sinni á því að mögulega hafi einhver framið landráð samkvæmt 91. gr. almennra hegningarlaga:

“Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.”

Hver ber ábyrgðina?

Ef staðan er sú að bera hafi átt þessa viðbót við varnarsamninginn upp við Alþingi, þá er það mjög skýrt að ábyrgðin liggur hjá þáverandi utanríkisráðherra. Þetta er skýrt í lögum um ráðherraábyrgð:

“7. gr.

Ráðherra sá, er ábyrgð ber á embættisathöfn samkvæmt greinunum hér á undan, verður einnig sóttur til ábyrgðar fyrir athafnir undirmanna sinna, er byggjast á téðri embættisathöfn eða lúta að framkvæmd hennar, enda hafi þær verið fyrirskipaðar af ráðherra eða megi, eins og á stendur, teljast eðlilegar eða nauðsynlegar til framkvæmdar henni.”

Þetta er nánar útskýrt í 8. gr. þeirra laga:

“Í samræmi við ákvæðin hér á undan, varðar það ráðherra ábyrgð eftir lögum þessum:

a. ef hann sjálfur gefur út fyrirmæli eða veitir atbeina sinn til, að út séu gefin fyrirmæli forseta um málefni, sem eftir stjórnarskránni verður aðeins skipað með lögum eða heyrir undir dómstóla;

b. ef hann leitar eigi samþykkis Alþingis, þegar skylt er samkvæmt stjórnarskránni;

c. ef hann annars framkvæmir sjálfur, fyrirskipar framkvæmd á eða lætur viðgangast að framkvæmt sé nokkuð það, er fer í bága við stjórnarskrá lýðveldisins, eða lætur farast fyrir að framkvæma nokkuð það, sem þar er fyrirskipað eða veldur því, að framkvæmd þess farist fyrir;

d. ef hann verður þess valdandi, að nokkuð það sé ráðið eða framkvæmt er skert getur frelsi eða sjálfsforræði landsins.”

Eina málsvörn ráðherra í þessu er að finna í 6. gr. laganna:

“Hver ráðherra ber ábyrgð á stjórnarerindum þeim, sem út eru gefin í hans nafni, nema ákvörðun sé án hans atbeina tekin af undirmanni, sem til þess hefur heimild samkvæmt venju, eða eðli máls, eða starfsmaður hafi vanrækt að leggja erindi fyrir ráðherra. Ráðherra verður þó einnig sóttur til ábyrgðar fyrir þvílíkar ákvarðanir, ef honum hefur verið um þær kunnugt og hann hefur látið þær viðgangast án þess að gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir þær.”

Þetta er mikilvægt, en er ekki “slepp úr fangelsi” spil því: Ráðherra verður þó einnig sóttur til ábyrgðar fyrir þvílíkar ákvarðanir, ef honum hefur verið um þær kunnugt og hann hefur látið þær viðgangast án þess að gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir þær.

Skortur á pólitísku þori og ábyrgð

Þetta er fyrsta ástæðan fyrir því að ég hætti að hafa áhuga á því að vera þingmaður og hef ekki áhuga á að verða þingmaður aftur. Á meðan menningin er þannig að valdhafar sleppa sífellt við að axla ábyrgð. Sleppa meira að segja við rannsókn á því hvort um pólitíska eða lagalega ábyrgð sé að ræða - þá er Alþingi Íslendinga tilgangslaus stofnun, að mínu mati. Kannski öðlast ég aftur eitthvað traust og virðingu gagnvart því hvernig er farið með þessa stofnun ef það verður farið alla leið með þetta mál. Ekki í þeim tilgangi að refsa neinum - heldur til þess að svara spurningunni hvort þarna hafi verið brot eða ekki. Því það er jafn mikilvægt að frelsa fólk undan þeim grun að hafa gerst brotlegt. 

Við þurfum nefnilega hreinskilið og heiðarlegt uppgjör - einungis þannig byggjum við upp traust aftur í samfélaginu.

Björn Leví Gunnarsson
Nörd

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Greta opnar sig loks um pyntingar og niðurlægingu í haldi Ísraela
Heimur

Greta opnar sig loks um pyntingar og niðurlægingu í haldi Ísraela

Kölluðu hana lilla hora, spörkuðu í hana og tóku sjálfur
Einari ekki treyst fyrir Reykjavík
Slúður

Einari ekki treyst fyrir Reykjavík

Söguleg stund á Alþingi í dag
Myndir
Pólitík

Söguleg stund á Alþingi í dag

Óli kinnbeinsbraut mann í Reykjavík
Innlent

Óli kinnbeinsbraut mann í Reykjavík

Hvetur Hamas til að hætta að skjóta óbreytta borgara
Heimur

Hvetur Hamas til að hætta að skjóta óbreytta borgara

Mögulegt að KSÍ kæri áhorfanda til lögreglu
Sport

Mögulegt að KSÍ kæri áhorfanda til lögreglu

Múlaborgarmálið á leið til héraðssaksóknara
Innlent

Múlaborgarmálið á leið til héraðssaksóknara

Heidi Klum opnar sig um brjóstahár
Myndband
Heimur

Heidi Klum opnar sig um brjóstahár

Opinberar leyndarmál Buckingham-hallar: Veislur, óánægja og „Gin Palace“
Heimur

Opinberar leyndarmál Buckingham-hallar: Veislur, óánægja og „Gin Palace“

Bubbi um gervigreind í tónlist: „Öll lög eru farin að hljóma eins“
Fólk

Bubbi um gervigreind í tónlist: „Öll lög eru farin að hljóma eins“

Sigurður ljósmyndari selur risahús í Vogunum
Myndir
Fólk

Sigurður ljósmyndari selur risahús í Vogunum

Sérkennilegustu og eftirminnilegustu nöfn barna fræga fólksins
Myndir
Heimur

Sérkennilegustu og eftirminnilegustu nöfn barna fræga fólksins

Bjössi í World Class mokgræðir
Peningar

Bjössi í World Class mokgræðir

Skoðun

Ákall frá fjölskyldu Möggu Stínu
Skoðun

Ákall frá fjölskyldu Möggu Stínu

Fangelsismál í kreppu
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Fangelsismál í kreppu

Tryggið öryggi Frelsisflotans
Skoðun

Félagið Ísland - Palestína

Tryggið öryggi Frelsisflotans

Fangar í hlutverki heilbrigðisstarfsmanna
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Fangar í hlutverki heilbrigðisstarfsmanna

Framhaldssaga „Hestanna í Borgarnesi”
Skoðun

Steinunn Árnadóttir

Framhaldssaga „Hestanna í Borgarnesi”

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands
Skoðun

Jóhann Dagur Þorleifsson

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands

Loka auglýsingu