
Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú Íslands, langar að eyða meiri tíma hérlendis eftir að hafa orðið fyrir árás í Lundúnum í gær.
Dorrit sagði frá því á Instagram að hún hefði orðið fyrir þjófi á götum úti í Lundúnum en maður á hjóli veittist að henni og rændi hana. Við atganginn féll Dorrit í götuna og braut framtönn og slasaðist lítillega á öxl. Í samtali við Mannlíf segist henni líða „ágætlega“ en sími hennar og handtaska hafi verið stolið en segir „engin alvöru verðmæti“ í þeim.
Dorrit neyðist til þess að láta laga tönnina í Lundúnum þar sem hennar aðaltannlæknir, Matthías Sigurðarson, eiginmaður Svanhildar Döllu, dóttur Ólafs Ragnars Grímssonar, er veikur.
Í samtali við Mannlíf segir Dorrit að hún vilji eyða meiri tíma á Íslandi.
„Það er orðið ómögulegt að búa í Lundúnum, svo ég vildi óska að ég gæti eytt meiri tíma á Íslandi“.

Komment