1
Pólitík

Inga Sæland flaug á fyrsta farrými á EM

2
Innlent

Bubbi tekur forseta Alþingis og Viðreisn á beinið

3
Innlent

Tveir fluttir á bráðamóttöku eftir slys

4
Fólk

Stjörnulögmaður fær nýja vinnu

5
Fólk

Glæsilegt einbýlishús með sjávarútsýni á Seltjarnarnesi til sölu

6
Pólitík

„Heldur Jens Garðar virkilega að það ástand sem ríkir í Palestínu sé friður?“

7
Heimur

Að minnsta kosti 11 látnir í hörðum árekstri vörubíls og smárútu

8
Heimur

Ray J. segist vera dauðvona

9
Innlent

Fórnarlamb flutt á slysadeild eftir árás

10
Heimur

15 ára piltur játaði morð á 12 ára dreng í Birmingham

Til baka

Lína Birgitta þróaði með sér búlemíu þrettán ára

„Það sem ég sá alltaf eftir er að ég kenndi vinkonu minni að æla“

Lína Birgitta Sigurðardóttir
Lína Birgitta SigurðardóttirLína Birgitta opnar sig upp á gátt í Heimildinni
Mynd: Instagram-skjáskot

Í viðtali við Heimildina segir Lína Birgitta Sigurðardóttir að hún leggi mikla áherslu á heilsu sína, bæði andlega og líkamlega. Hún er 34 ára gömul og stefnir að því að vera í sínu besta formi þegar hún nær fertugu. Lífið hefur þó ekki verið áfallalaust; faðir hennar sat í fangelsi og sjálf glímdi hún um árabil við alvarlegar andlegar áskoranir á borð við ofsakvíða, þráhyggju og búlemíu. Þrátt fyrir að fyrsta fyrirtæki hennar hafi farið í þrot horfir hún nú björtum augum fram á veginn og hyggst hasla sér völl á erlendum markaði.

Í viðtalinu lýsir hún því hvernig þunglyndi og kvíði tóku að sækja á hana á unglingsárum, meðal annars vegna veikinda móður hennar og áhyggja af stöðu föðurins. Hún var sett á þunglyndislyf, sem drógu úr þráhyggjunni en bættu ekki líðan hennar í heild. Lyfin höfðu einnig áhrif á þyngd hennar, sem hafði neikvæð áhrif á sjálfsmyndina, ekki síst þar sem hún hafði áður fengið að heyra niðrandi athugasemdir um líkama sinn. „Ég var eins og kúla. Ég hafði verið búttaður krakki og oft fengið að heyra það. Á þessum lyfjum bætti ég meira á mig og það var erfitt. Það hafði áhrif á sjálfstraustið. Nokkrir einstaklingar í skólanum voru með athugasemdir um holdafarið mitt.“

Lína Birgitta segir að á þessum tíma hafi henni fundist hún vera stjórnlaus í lífi sínu. Til að endurheimta einhverja stjórn fór hún, um 13 ára aldur, að framkalla uppköst. Það varð upphafið að langri og erfiðri baráttu við búlemíu sem stóð í nærri tíu ár. Hún lýsir því hvernig sjúkdómurinn tók sífellt meiri yfirhöndina og hvernig hún fann jafnvel til samviskubits gagnvart vinkonu sem hún kenndi að æla, áður en sú vinkona fullvissaði hana síðar um að hún bæri ekki ábyrgð á veikindum hennar.

„Það sem ég sá alltaf eftir er að ég kenndi vinkonu minni að æla, en hún var líka búttuð. Ég var með það á samviskunni þar til ég talaði við hana fyrir nokkrum árum síðan og sagðist ekki trúa því að hafa komið henni í þetta með mér. Hún varð líka ótrúlega veik af þessu, en sagði að þótt ég hafi kennt henni þetta þá bæri ég ekki ábyrgð á því.“

Í viðtalinu segir hún einnig frá því hvernig hegðunin þróaðist, úr því að þurfa að framkalla uppköst með höndunum yfir í að geta kastað upp með ákveðinni líkamsstöðu. Að lokum varð ástandið svo alvarlegt að hún kastaði upp jafnvel eftir léttan mat eða vatnsdrykkju, oft mörgum sinnum á dag.

Að endingu ákvað hún, gjörsamlega örmagna, að leita sér hjálpar. Heimilislæknir vísaði henni á Hvítabandið og þar varð vendipunktur þegar starfsmaður sagði rétt orð á réttum tíma. Smám saman náði hún bata og í dag segir hún búlemíu ekki lengur hluta af lífi sínu. Hún upplifir ekki lengur hvöt til að æla eftir mat og segir það vera eitthvað sem hún hefði aldrei trúað að gæti orðið að veruleika.

„Ég fæ ekki einu sinni upp þá hugsun að ég vilji æla eftir mat. Það er alveg farið frá mér, sem er eitthvað sem ég bjóst ekki við að myndi gerast.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Ugla varar við fangelsisvæðingu hæliskerfisins
Innlent

Ugla varar við fangelsisvæðingu hæliskerfisins

„Að flokkar sem kenni sig við mannréttindi telji þetta ásættanlegt er einhver brenglaður brandari“
Segir hótanir gegn Íran minna á aðdragana Íraksstríðsins
Heimur

Segir hótanir gegn Íran minna á aðdragana Íraksstríðsins

Lögreglan leitar að lestarperra í Lundúnum
Heimur

Lögreglan leitar að lestarperra í Lundúnum

Leit hafin eftir að konu og hundi sem sópuðust út á sjó á Tenerife
Heimur

Leit hafin eftir að konu og hundi sem sópuðust út á sjó á Tenerife

Stefán gagnrýnir hugmyndir um „rannsóknardómstól“ vegna séra Friðriks
Innlent

Stefán gagnrýnir hugmyndir um „rannsóknardómstól“ vegna séra Friðriks

Vistaður í fangaklefa „í þágu almannafriðar og allsherjarreglu“
Innlent

Vistaður í fangaklefa „í þágu almannafriðar og allsherjarreglu“

Tveir fluttir á bráðamóttöku eftir slys
Innlent

Tveir fluttir á bráðamóttöku eftir slys

Að minnsta kosti 11 látnir í hörðum árekstri vörubíls og smárútu
Heimur

Að minnsta kosti 11 látnir í hörðum árekstri vörubíls og smárútu

Embla Bachmann tilnefnd til verðlauna
Menning

Embla Bachmann tilnefnd til verðlauna

35 ára karlmaður dæmdur fyrir að skemma bíl
Innlent

35 ára karlmaður dæmdur fyrir að skemma bíl

Fólk

Illugi lýsir augnabliki fegurðar í heita pottinum
Fólk

Illugi lýsir augnabliki fegurðar í heita pottinum

„Þau hefðu haldið að ég væri einhver pervert.“
Selja einbýli með stórbrotnu útsýni
Myndir
Fólk

Selja einbýli með stórbrotnu útsýni

Stjörnulögmaður fær nýja vinnu
Fólk

Stjörnulögmaður fær nýja vinnu

Glæsilegt einbýlishús með sjávarútsýni á Seltjarnarnesi til sölu
Myndir
Fólk

Glæsilegt einbýlishús með sjávarútsýni á Seltjarnarnesi til sölu

Ragga nagli varar við „földum faraldri“
Fólk

Ragga nagli varar við „földum faraldri“

Loka auglýsingu