1
Landið

Pálmi Gestsson snýr upp á útgerðarmenn

2
Innlent

Kærum Írisar „eltihrellis“ vísað frá

3
Menning

Þráinn segir fólki að taka til fótanna

4
Mannlífið

Þetta er ánægðasta fólk landsins

5
Fólk

Mál Davíðs Goða og Fjólu gegn Eddu Falak komið aftur á dagskrá dómstóla

6
Innlent

Margrét hefur fengið nóg af andstyggilegum lygum og áróðri

7
Heimur

Plötufyrirtæki hyggst birta nektarmyndir af látinni söngkonu

8
Innlent

Tilkynnt um byssuskot á leikvelli

9
Menning

Addison Rae í Breiðholti

10
Menning

Sigurlíkur VÆB aukast

Til baka

Logi skrifar undir uppfærðan fríverslunarsamning við Úkraínu

Viðræður hófust árið 2023 en Ísland leiddi þær

Logi Einarsson Úkraína
Margir erindrekar mættu á svæðið til að skrifa undirFrank Büchel, sendiherra Liechtenstein í Genf, Cecile Terese Myrseth, viðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs, Yulia Svyrydenko, varaforsætisráðherra og efnahagsráðherra Úkraínu, Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, og Jacques Gerber,
Mynd: Stjórnarráðið

Uppfærður fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Úkraínu var undirritaður í Kyiv í dag. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd að sögn stjórnarráðsins.

„Þessi samningur er mikilvægt skref í átt að auknum viðskiptum Íslands við Úkraínu og endurspeglar skýran vilja okkar til að styðja við efnahagslega enduruppbyggingu og þróun í landinu,“ segir Logi. „Hann opnar ný tækifæri fyrir íslensk og úkraínsk fyrirtæki, sérstaklega á sviði nýsköpunar, þar sem Ísland hefur mikið að bjóða,“ sagði Logi við tilefnið.

Viðræður um uppfærslu samningsins hófust árið 2023 og lauk í lok síðasta árs. Ísland leiddi viðræðurnar fyrir hönd EFTA ríkjanna sem auk Íslands telja Liechtenstein, Noreg og Sviss. 

„Uppfærður samningur kveður á um bætt markaðskjör fyrir vöruviðskipti milli Íslands og Úkraínu. Markaðsaðgangur sem Ísland veitir Úkraínu fyrir landbúnaðarvörur er í samræmi við aðra fríverslunarsamninga sem Ísland hefur gert á vettvangi EFTA. Nýmæli í samningnum eru skýrari reglur um vernd hugverka, rafræn viðskipti, lítil- og meðalstór fyrirtæki og sjálfbær viðskipti. Reglur samningsins um vöruviðskipti, opinber innkaup og sem miða að því að liðka fyrir viðskiptum eru uppfærðar til samræmis við nýja tíma og þróun á sviði alþjóðaviðskipta.

Samningurinn undirstrikar áframhaldandi pólítískan og efnahagslegan stuðning Íslands við Úkraínu og trú á opið og reglubundið viðskiptaumhverfi á alþjóðavísu,“ segir í tilkynningunni.


Komment


Pálmi Gestsson myndband Bolungarvík
Landið

Pálmi Gestsson snýr upp á útgerðarmenn

Addison Rae
Myndband
Menning

Addison Rae í Breiðholti

Tolli
Innlent

Tolli segist alltaf tilbúinn að fara í leiðangur

Kláfur á Ítalíu
Heimur

Fjórir látnir eftir að kláfur féll til jarðar á Ítalíu

Margrét Tryggvadóttir
Innlent

Margrét hefur fengið nóg af andstyggilegum lygum og áróðri

jesusrúta
Myndband
Heimur

Jesús-rúta sprakk í Bandaríkjunum

Aki Yashiro
Heimur

Plötufyrirtæki hyggst birta nektarmyndir af látinni söngkonu