
Nóttin var nokkuð erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en alls voru 68 mál skráð í kerfum hennar og fimm gista fangageymslur eftir nóttina. Hér fyrir neðan má sjá brot af þeim verkefnum sem lögreglan annaðist.
Eldur kviknaði í bílskúr í Laugardalnum og var lögegla og slökkvilið kallað á vettvang. Slökkviliðið náði að slökkva eldinn og ekkert slys varð á fólki en eignartjón eitthvað.
Þó nokkrum sinnum stöðvaði lögreglan ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna.
Þá var ökumaður stöðvaður fyrir að vera með filmur í fremri hliðarrúðum en lögreglan boðaði bifreiðina í skoðun og sektaði ökumanninn.
Hópslagsmál braust út fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur en lögreglan fór á vettvang og leysti málið á staðnum.
Brotist var inn í þrjár verslanir í miðbæ Reykjavíkur en lögreglan veit ekki hver eða hverjir voru að verki.
Þá barst tilkynning um aðila sem reyndi að komast inn í bifreiðar en honum tókst ætlunarverkið í eitt skipti. Lögreglan mætti á vettvang að kanna málið.
Tilkynnt var um drukkinn aðila sem var til vandræða á veitingastað í miðbæ Reykjarvíkur og var honum var vísað út af lögreglu.
Lögreglan sem annast Hafnarfjörð og Garðabæ stöðvaði ökumann sem var með filmur í fremri hliðarrúðum og engin skráningarmerki að framan. Lögreglan boðaði bifreiðina í skoðun og sektaði ökumanninn. Sama lögregla handtók þrjá fyrir líkamsárás eftir að hópslagsmál brutust út fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði.
Tilkynning barst lögreglunni sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti, vegna hópsöfnun unglinga í annarlegu ástandi. Lögreglan kannaði málið.
Þá barst tilkynning um opinn eld en þegar lögreglan kom á vettvang reyndust aðilar hafa kveikt varðeld við tjöldin sín. Slökk var á eldinum.
Lögreglan sem sinnir verkefnum í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi, Norðlingaholti, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi og á Kjalarnesi, barst tilkynning um aðila sem datt af rafmagnshlaupahjóli. Sjúkraflutningamenn hlúðu að manneskjunni á vettvangi. Þá barst sömu lögreglu tilkynning um mann sem keyrði lyftara á golfvelli en lögreglan fann manninn ekki.
Komment