
Mynd: Víkingur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sindra Péturssyni, 43 ára, en ekkert hefur spurst til hans síðan um miðnætti aðfararnótt mánudags. Síðast sást til hans á Lækjartorgi í miðborg Reykjavíkur.
Sindri er hávaxinn, með stuttklippt silfurgrátt hár og alskegg í sama lit. Hann var klæddur í svarta primaloft-úlpu eða grárri peysu, svörtum gallabuxum og svörtum strigaskóm þegar hann sást síðast.
Lögreglan biður alla sem kunna að hafa séð til Sindra eða hafa upplýsingar um ferðir hans að hafa tafarlaust samband í síma 112.
Ekki hafa frekari upplýsingar verið gefnar út að svo stöddu, en leit stendur yfir.
Uppfært: Sindri er kominn í leitirnar.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment