Félagið Ísland-Palestína hélt í morgun mótmæli við ráðherrafund sem haldinn var á Hverfisgötu.
„Þjóðarmorð Ísraelsríkis á Gaza, sjórán þeirra á Frelsisflotanum og misþyrming á meðlimum hans er aðeins möguleg í skugga fullkomins aðgerðaleysis alþjóðasamfélagsins og íslenskra stjórnvalda,“ sagði í tilkynningu um mótmælin.
Mótmælin fóru friðsamlega fram en nokkur spenna hefur verið í loftinu á undanförnum mótmælum og átti það við hér einnig. Margir lögreglumenn voru að svæðinu og voru nokkrir þeirra sýnilega pirraðir á mótmælendum og veittu þeim tiltal af minnsta tilefni.
Athygli vakti að Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, gekk inn að aftan meðan aðrir ráðherrar gengu inn að framan þann tíma sem ljósmyndari Mannlífs var á svæðinu.








Komment