Sannkallað glæsihýsi í Kópavogi er komið á sölu en húsið skiptist í tvær eignir.
Önnur eignin er 209,4m² að stærð plús bílskúr en svo er líka minni íbúð, sem er með sérinngangi, en sú er 62,1m². Í heild er húsið 314.7m² og þar eru fimm svefnbergi og þrjú baðherbergi.
Húsið er staðsett á frábærum stað í Kópavogi og eins og allir vita er gott að búa þar. Það stendur innst í botnlanga, við opið svæði, með gróinn Kópavogsdalinn, grænt svæði og fallegar gönguleiðir í næsta nágrenni en ekkert hús stendur fyrir innan það við götuna.
Eigendur vilja fá 223.000.000 fyrir húsið.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment