
Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs 2025 fyrir framúrskarandi frístundastarf í Reykjavík voru veitt í vikunni.
Lýðræðishátíð félagsmiðstöðvarinnar Laugó hlaut hvatningarverðlaun fyrir framsækna og skapandi nálgun á lýðræðislegri þátttöku barna og unglinga í starfi félagsmiðstöðva. Þær María Egilsdóttir forstöðumaður og Lotta Lóa Oriz aðstoðarforstöðumaður veittu verðlaununum viðtöku en þeim hefur tekist á að koma jafnvægi á starf félagsmiðstöðvarinnar eftir margra ára stjórnendakrísu sem fólst í tíðum mannabreytingum forstöðu- og aðstoðarforstöðumanna.
Með verkefninu var lýðræðisvinnan dýpkuð og gerð sýnileg, meðal annars með listrænni tjáningu, starfi ráða og virkum áhrifum á starf félagsmiðstöðvarinnar. Þetta er dæmi um verkefni sem setur lýðræði í samhengi við daglegt líf ungmenna og eflir með þeim rödd, ábyrgð og sköpun – í anda menntastefnunnar og barna- og unglingalýðræðis.
Félagsmiðstöðin Hólmasel og frístundaheimilið Vinaheimar fengu einnig verðlaun á sama tíma fyrir gott starf.
Komment