1
Heimur

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu

2
Innlent

Kona flutt á bráðamóttökuna

3
Innlent

Andri Snær rífur í sig nýju göngubrúna við Sæbraut

4
Innlent

Tjöruhúsið opið aftur eftir að Skatturinn innsiglaði staðinn

5
Innlent

Bubbi líkir hraðbankaræningjum við Hróa Hött

6
Peningar

Landsbjörg segir fréttir af ofurlaunum framkvæmdarstjórans villandi

7
Innlent

Drukkin börn við grunnskóla

8
Heimur

Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu

9
Mannlífið

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti

10
Minning

Jóhann Friðrik Antonsson er fallinn frá

Til baka

Lýsir hrikalegum glæpaferli og nýrri lífssýn

Kristján Halldór var glæpamaður en sér nú líf sitt í nýju ljósi.

Kristján Halldór Jensson sem var glæpamaður
Kristján Halldór JenssonEr í opinskáu viðtali við Heimildina þar sem hann lýsir því hvernig hann náði að vinna sig upp úr hrikalegum glæpaferli.
Mynd: Golli / Heimildin

„Ég kom jafnvel heim, þurrkaði blóð af skónum og fór að baka pitsu með börnunum,“ segir Kristján Halldór Jensson, áður kallaður Elvis, í viðtali við Heimildina hvernig hann þróaðist úr reiðum dreng yfir í einn alræmdasta glæpamann Íslands.

„Ég náði að aðskilja þetta, eitt var í gangi á daginn og annað á kvöldin. Á daginn var ég fastur í minni geðveiki og í rofi frá raunveruleikanum. Ég held að ég hafi í raun lifað meira og minna í geðrofi allt mitt líf,“ segir hann í viðtalinu.

Sautján ára byrjaði hann á vopnuðum ránum. Hann setti á sig hettu og hljóp inn í kjörbúðir og bensínstöðvar og rændi staðina.

„Ég var skíthræddur lítill strákur og það var óþægileg tilfinning. Ég var uppfullur af höfnunartilfinningu, reiður og bitur. En ég leyfði þessari reiði og heift ekki að koma fram. Tilfinningar voru ekki uppi á borðum.“

Síðar varð hann handrukkari. Hann skildi eftir sig sviðna slóð. „Ég hef beinbrotið fólk. Ég hef skotið á fólk. Ég hef ógnað fólki með byssum og lamið fólk með byssuskeftum og öðru,“ segir hann og bætir við.

„Samfélagið var með þennan stimpil á mér og ég var búinn að samþykkja hann, eigna mér hann og trúa því. Þetta var orðið mitt vörumerki. Ég var bara glæpamaður,“ segir hann.

Kristján komst að því í sjálfsvinnu að hann hefur óbeit á ofbeldi. Hann vinnur núna sjálfboðaliðastörf með Bataakademíunni og vinnur tvo daga í viku hjá listamanninum Tolla. „Það er alltaf hægt að snúa við blaðinu.“

Hann var tilnefndur til lýðheilsuverðlauna forseta Íslands í hittiðfyrra, ásamt stuðnings- og fræðslusamtökunum Traustum kjarna, fyrir vel unnin störf í þágu framfara í forvörnum og geðheilbrigðismálum.

Viðtalið við Kristján Halldór má lesa á Heimildinni.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag
Myndir
Menning

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag

Jói P og Króli skemmtu ungmennum ásamt öðrum listamönnum í sólinni í dag
Gæsluvarðhaldi yfir leikskólastarfsmanninum framlengt um viku
Innlent

Gæsluvarðhaldi yfir leikskólastarfsmanninum framlengt um viku

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

Formaður Neytendasamtakanna hugsi yfir stýrivöxtunum
Peningar

Formaður Neytendasamtakanna hugsi yfir stýrivöxtunum

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu
Innlent

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu

Þrír erlendir karlmenn dæmdir í fangelsi fyrir innflutning kókaíns
Innlent

Þrír erlendir karlmenn dæmdir í fangelsi fyrir innflutning kókaíns

Sósíalistaflokkurinn vill tilnefna Francescu Albanese til friðarverðlauna Nóbels
Innlent

Sósíalistaflokkurinn vill tilnefna Francescu Albanese til friðarverðlauna Nóbels

Sólveig Anna hjólar í borgarstjóra vegna leikskólastarfsmannsins
Innlent

Sólveig Anna hjólar í borgarstjóra vegna leikskólastarfsmannsins

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti
Mannlífið

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti

Jóhann Friðrik Antonsson er fallinn frá
Minning

Jóhann Friðrik Antonsson er fallinn frá

Drukkin börn við grunnskóla
Innlent

Drukkin börn við grunnskóla

Tjöruhúsið opið aftur eftir að Skatturinn innsiglaði staðinn
Innlent

Tjöruhúsið opið aftur eftir að Skatturinn innsiglaði staðinn

Landsbjörg segir fréttir af ofurlaunum framkvæmdarstjórans villandi
Peningar

Landsbjörg segir fréttir af ofurlaunum framkvæmdarstjórans villandi

Mannlífið

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti
Mannlífið

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti

Elsti starfandi veitingastaður landsins fékk andlitslyftingu.
Heimafólk sló velferðarskjaldborg um gesti þjóðhátíðar
Mannlífið

Heimafólk sló velferðarskjaldborg um gesti þjóðhátíðar

Lýsir hrikalegum glæpaferli og nýrri lífssýn
Mannlífið

Lýsir hrikalegum glæpaferli og nýrri lífssýn

Þetta er ánægðasta fólk landsins
Mannlífið

Þetta er ánægðasta fólk landsins

Loka auglýsingu