
Lögreglan.Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Mynd: Lára Garðarsdóttir
Karlmaður um fertugt var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, eða til 29. maí, vegna hnífstunguárásarinnar í Úlfarsárdal um miðjan dag í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.
Var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á alvarlegri líkamsárás í Úlfarsárdal um miðjan dag í gær.
Brotaþolinn, karlmaður á fimmtugsaldri, var fluttur á slysadeild og er líðan hans eftir atvikum.
Lögreglan getur ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment