1
Heimur

Karlmaður þungt haldinn eftir alvarlegt slys á Tene

2
Innlent

Hjördís lýsir hættulegu atviki á mótmælunum á föstudaginn

3
Menning

Gervigreindarmynd af Elly Vilhjálms vekur gremju

4
Fólk

Kristrún og Inga sungu fyrir Þorgerði Katrínu

5
Innlent

Lögreglumenn sýnilega pirraðir á mótmælendum

6
Peningar

Fer frá Boston á Höfðabakka

7
Innlent

Óskar dæmdur fyrir að lemja kærustu sína

8
Innlent

Aðalheiður segir Hreyfil hafa brugðist konum

9
Minning

Björk Aðalsteinsdóttir er látin

10
Innlent

Karlmaður handtekinn vegna líkamsárásar á konu

Til baka

Karl Héðinn Kristjánsson

Mætum ekki hatri með hatri

Karl Héðinn
Karl Héðinn Kristjánsson
Mynd: Sósíalistaflokkurinn

Það er leitt að sjá fyrrverandi formann framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins halda áfram að grafa undan nýrri forystu í stað þess að sýna flokknum þann stuðning sem hann á skilið. Aðalfundurinn markaði tímamót. Félagar um allt land komu saman, ræddu málin, kusu nýja forystu og tóku fyrstu skrefin í átt að lýðræðislegra, gagnsærra og virkara flokksstarfi.

Fullyrðingar hans um „yfirtöku“ eru tilraun til að rýra gildi þessa lýðræðislega ferlis. Þátttakan á fundinum var söguleg – bæði hvað varðar fjölda og eldmóð. Ef félagar vilja breyta um stefnu, þá eiga þeir rétt á því. Það er ekki brot gegn trausti eða lýðræði – það er eðlileg framvinda lýðræðislegs flokks.

Við höfum aldrei haldið því fram að allt sé í stakasta lagi. Þvert á móti höfum við gagnrýnt alvarleg vandamál innan flokksins: skort á gagnsæi, óviðunandi vinnubrögð, óeðlilega samþjöppun valds, útilokun og vanvirðingu við gagnrýnar raddir. En í stað þess að festa okkur í fortíðinni þá höfum við hafist handa. Við vinnum nú markvisst að:

Stofnun svæðisfélaga og kjördæmaráða sem færa völdin nær grasrótinni um allt land.

Reglulegum opnum fundum þar sem stjórnir flokksins segja frá framgangi mála og kalla eftir þátttöku.

Uppbyggingu Trúnaðarráðs, svo hægt sé að vinna með erfið innri mál og kvartanir félaga – í stað þess að vanrækja slíkt eins og gert var áður.

Endurskoðun á nýtingu fjármuna og áherslu á að fjármagnið styðji við uppbyggingu flokksstarfsins, en ekki einkarekna miðla eða lokuð félög utan lýðræðislegs eftirlits. Þetta verður ákveðið af flokknum í heild og okkur í stjórnunum hlakkar til samtalsins.

Gunnar Smári talar um flótta úr flokknum. Það er vissulega rétt að sumir félagar hafa ákveðið að yfirgefa flokkinn – sem við virðum. En við sjáum líka ný andlit, nýja orku og einbeittann vilja til þess að byggja upp nýtt skeið í sögu Sósíalistaflokksins.

Við munum ekki svara hatri með hatri. Við ætlum ekki að taka þátt í mannorðsmorðum eða hringavitleysu. Við ætlum að halda áfram að vinna – með grasrótinni, fyrir fólkið, af heilindum.

Við viljum flokk sem stendur með alþýðunni, ekki einstaklingum með óskorað vald.

Til þeirra félaga í Sósíalistaflokknum sem velta fyrir sér hvert stefnir: Við bjóðum ykkur að taka þátt. Að mæta á fundi. Að segja skoðun ykkar. Að hjálpa okkur að byggja upp lýðræðislegan, öflugan og siðferðilega traustan flokk. Það verður félagsfundur í júní þar sem verður fjallað um starf stjórnanna viknanna á undan og formið á starfi komandi árs kynnt. Fylgist með tölvupóstinum! 

Einnig höfum við í ROÐA, í samstarfi við framkvæmdastjórn, ákveðið að bjóða í opið hús næstkomandi sunnudag (8. júní) kl. 17:00, þar sem verður matur og samvera og tækifæri til að hitta nýja meðlimi stjórna. Sérstaklega þau yngstu sem eru einnig virkir meðlimir í ungliðadeildinni.

Við ætlum ekki að sigra með því að útiloka – heldur með því að valdefla. Við ætlum ekki að búa til flokk sem snýst um einn mann eða manneskju – heldur hreyfingu sem er mynduð af og stendur með fjöldanum.

Eins og Fred Hampton orðaði það:

„Við ætlum ekki að nota eld gegn eldi – heldur kæla hann með vatni. Við ætlum ekki að mæta hatri með hatri – heldur með kærleika.”

Við svörum ekki sundrung með sundrungu – heldur með samtali, uppbyggingu og góðu fordæmi.

Við vitum að staðan er alvarleg.

Traust margra félaga hefur beðið hnekki – og það skiljum við vel.

En það er einmitt þess vegna sem við verðum að byggja upp sterkari og lýðræðislegri flokk, saman.

Það er einungis með þátttöku fjöldans sem okkur getur tekist að byggja upp öflugan og siðferðilega traustan Sósíalistaflokk – sem getur staðið vörð um réttindi og hag almennings andspænis niðurrifi og vaxandi siðleysi hægri aflanna og miðjunnar. Leyfum ekki hatrinu að sigra.

Tökum þátt. Tökum afstöðu!

Karl Héðinn Kristjánsson 
Ritari Framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Lögreglan lýsir eftir Aylin
Innlent

Lögreglan lýsir eftir Aylin

Aðalheiður segir Hreyfil hafa brugðist konum
Innlent

Aðalheiður segir Hreyfil hafa brugðist konum

Framhaldssaga „Hestanna í Borgarnesi”
Skoðun

Steinunn Árnadóttir

Framhaldssaga „Hestanna í Borgarnesi”

Veglegur hagnaður hjá Gömlu lauginni
Peningar

Veglegur hagnaður hjá Gömlu lauginni

MAST tekur fé bónda á Úthéraði
Landið

MAST tekur fé bónda á Úthéraði

Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí
Heimur

Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí

Götulistamaðurinn JóJó er fallinn frá
Minning

Götulistamaðurinn JóJó er fallinn frá

Óskar dæmdur fyrir að lemja kærustu sína
Innlent

Óskar dæmdur fyrir að lemja kærustu sína

„Ég skal ekki senda fleiri dróna“
Heimur

„Ég skal ekki senda fleiri dróna“

Rooney gagnrýnir Salah og efast um vinnusiðferði hans
Sport

Rooney gagnrýnir Salah og efast um vinnusiðferði hans

Lögreglumenn sýnilega pirraðir á mótmælendum
Myndir
Innlent

Lögreglumenn sýnilega pirraðir á mótmælendum

Hildur undirbýr sig fyrir átök
Slúður

Hildur undirbýr sig fyrir átök

Skoðun

Framhaldssaga „Hestanna í Borgarnesi”
Skoðun

Steinunn Árnadóttir

Framhaldssaga „Hestanna í Borgarnesi”

Íþróttaskólinn NÚ – framsýn nálgun á nám og íþróttir
Skoðun

Helgi Rafn Guðmundsson

Íþróttaskólinn NÚ – framsýn nálgun á nám og íþróttir

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands
Skoðun

Jóhann Dagur Þorleifsson

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands

Fangelsismál í kreppu
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Fangelsismál í kreppu

Stöðvið blóðmerahald á Íslandi
Skoðun

Stöðvið blóðmerahald á Íslandi

Frelsið er yndislegt - Að vera þingmaður 12. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Frelsið er yndislegt - Að vera þingmaður 12. kafli

Loka auglýsingu