
Magnús Davíð var kjörinn í borgarstjórn árið 2022Hefur meðal annars setið í velferðarráði
						
					
					Mynd: Píratar
					
				Magnús Davíð Norðdahl, borgarfulltrúi Pírata, er kominn ótímabundið veikindaleyfi frá borgarstjórn en hann var kosinn í borgarstjórn árið 2022.
Magnús hefur verið einn af þremur borgarfulltrúum flokksins en hann, eins og aðrir borgarfulltrúar, á rétt á að halda launum í allt að einu ári en þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Magnús hefur meðal annars setið í velferðarráði, stjórn Félagsbústaða, forsætisnefnd og mannréttindaráði borgarinnar.
Samkvæmt tilkyningunni fór Magnús í leyfi þann 31. mars.
Kjósa
  
  
    Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
  
 
                    
 
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
    
Komment