1
Innlent

Sigurður Helgason er látinn

2
Pólitík

Jón Gnarr afþakkar boð í Spursmál

3
Fólk

Jóhann Alfreð selur gullfallegt raðhús

4
Innlent

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

5
Innlent

Páll Óskar flytur ávarp á samstöðufundi fyrir Palestínu

6
Innlent

Ísraelar drápu 65 manns „á meðan íslenska þjóðin svaf með sælubros á vör“

7
Landið

Mála Silfurtorg á Ísafirði í litum trans fánans

8
Innlent

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni

9
Heimur

Litháen refsar leiðtoga Bosníu-Serba

10
Landið

Hlýindi í maí kunna að hafa vakið lúsmý til lífs á Austurlandi

Til baka

Magnús verður forseti

Prófessorinn af einn af þremur umsækjendum um starf forseta Félagsvísindasviðs

Magnús Þór Torfason forseti Félagsvísindasviðs HÍ
Magnús var meðal annars lektor Harvard Business SchoolHefur verið forseti Viðskiptafræðideildar frá því í fyrrasumar
Mynd: Kristinn Ingvarsson

Magnús Þór Torfason, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, hefur verið ráðinn forseti Félagsvísindasviðs skólans til næstu fimm ára en greint er frá þessu í tilkynningu frá HÍ. Hann var einn þriggja umsækjenda um starfið og tekur við því 1. júlí næstkomandi. 

Magnús lauk BS-prófi í rafmagns- og tölvuverkfræði og tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og til viðbótar cand.sci. gráðu í fyrrnefndu greininni frá HÍ. Hann er enn fremur með m.phil. gráðu og doktorspróf í stjórnun frá Columbia Business School í Bandaríkjunum.

Hann starfaði sem lektor við Harvard Business School á árunum 2010-2014. Hann var ráðinn lektor við Háskóla Íslands árið 2014, fékk framgang í starf dósents árið 2020 og í starf prófessors árið 2024. Magnús hefur verið forseti Viðskiptafræðideildar frá því í fyrrasumar.

„Félagsvísindasvið og deildir þess gegna lykilhlutverki í að efla skilning á íslensku samfélagi og þeim viðfangsefnum sem það stendur frammi fyrir. Sviðið er í einstakri stöðu til að takast á við áskoranir samtímans og ég hlakka til að vinna með öflugu starfsfólki að því að auka framlag rannsókna og kennslu til samfélagsheilla, bæði hérlendis og á alþjóðavettvangi,“ segir Magnús um framtíðina.

Félagsvísindasvið er eitt fimm fræðasviða Háskóla Íslands og það fjölmennasta.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


marianna og indiana
Innlent

Ný kynfræðsluhandbók borgarinnar tekur mið af inngildingu

Nathan og börnin
Heimur

Fjögurra barna faðir fannst látinn í klettasprungu á Spáni

Anna Kristjánsdóttir
Fólk

Anna tekur fulla ábyrgð á sumarblíðunni á Íslandi

Lögreglan
Innlent

Kona réðist á pítsasendil með hnefahöggum í andlitið

Kanslari Þýskalands
Heimur

Þýskaland stefnir á að hafa „sterkasta hefðbundna herinn í Evrópu“

jóhann alfreð
Fólk

Jóhann Alfreð selur gullfallegt raðhús

Lúsmý
Landið

Hlýindi í maí kunna að hafa vakið lúsmý til lífs á Austurlandi