
Katrín M. Guðjónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra en greint er frá þessu í tilkynningu frá borginni.
„Katrín er viðskipta- og markaðsfræðingur með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands. Katrín hefur stýrt markaðsmálum hjá fyrirtækjum eins og N1, Innnes ehf., Skeljungi og Men&Mice. Frá árinu 2022 hefur Katrín verið framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra,“ segir í tilkynningu.
Katrín hefur hefur störf á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.

Sjálf hefur Heiða Björg sagt af sér sem stjórnarformaður Samtaka sveitarfélaga eftir umræðu um kjaramál hennar. Hafði Heiða reynst vera með 3,8 milljónir króna í mánaðarlaun, að meðtöldum launum fyrir stjórnarformennskuna.
Komment