
Matvælastofnun hafa borist upplýsingar í gegnum alþjóðlegt viðvöruarkerfi um víðtæka innköllun á (þurrmjólk í Bandaríkjunum en MAST greinir frá þessu í tilkynningu.
Um er að ræða vöru með heitinu „Whole Nutrition Infant formula“ frá framleiðandanum ByHeart Inc. Ástæða innköllunar er að þurrmjólkin hefur verið tengd við tilfelli bótúlisma í ungbörnum. Veikindi hafa í einhverju tilfellum verið alvarleg.
Umrædd vara er ekki í almennri dreifingu hér á landi eftir því sem Matvælastofnun hefur upplýsingar um. En mögulegt er að einstaklingar hafi keypt vöruna í netverslun og vill Matvælastofnun því koma þessum upplýsingum á framfæri við foreldra og umönnunaraðila ungbarna og ráðleggja þeim frá notkun.
Bótúlismi
Bótulismi er eitrun af völdum Clostridium botulinum, sem er grómyndandi, loftfælin baktería. Bakterían getur myndað mjög öflugt eitur (botulinum toxin) og getur valdið veikindum með lömunum sem leitt geta til dauða.

Komment