
KleinuhringirnirFólk með eggjaofnæmi er varað við neyslu kleinuhringjanna
Mynd: Matvælastofnun
Matvælastofnun (MAST) varar við neyslu á vörunni „Gamaldags kleinuhringir súkkulaði 4 stk“ frá Lindabakarí fyrir þá sem eru með eggjaofnæmi.
Kleinuhringirnir innihalda egg í meira magni en það snefilmagn sem fram kemur á pakkningu, en um er að ræða vanmerkingu á innihaldi vörunnar.
Fyrirtækið hefur hafið innköllun vörunnar í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.
Upplýsingar um vöruna:
- Vörumerki: Lindabakarí
- Vöruheiti: Gamaldags kleinuhringir súkkulaði 4 stk
- Framleiðandi: Lindabakarí
- Dreifing: Verslanir Hagkaups
MAST hvetur alla sem eru með eggjaofnæmi til að neyta ekki vörunnar.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment