
Rannsókn á meintri hópnauðgun í Höfðahverfi í Árbænum er langt kominn segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar, í samtali við Mannlíf.
Þrír voru handteknir vegna málsins og sættu þeir í gæsluvarðhaldi í fimm daga en ganga nú lausir en málið kom upp fyrir um það bil þremur vikum.
Samkvæmt heimildum Mannlífs voru aðstæður á vettvangi einstaklega ógeðfelldar. „Aðstæður á vettvangi voru ekki ósvipaðar og í sumum málum hjá okkur, óhreinindi þar á meðal,“ sagði Bylgja þegar hún var spurð út í slíkt.
Þá eiga allir mennirnir sem voru handteknir að vera af erlendum uppruna en koma allir frá mismunandi Evrópulöndum. Konan er íslensk. Bylgja vildi ekki tjá sig um hvers lenskir mennirnir eru þegar þú var spurð út í það. Samkvæmt heimildum Mannlífs er grunur um að henni hafi verið byrluð ólyfjan. Einn maðurinn var samkvæmt heimildum Mannlífs vinur konunnar.
Komment