
Mikil gasmengun er í Reykjanesbæ og er hún viðvarandi, en eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni laust fyrir klukkan 04:00 í nótt.
Samkvæmt RÚV er gossprungan orðin staðbundin í báða enda og ólíklegt að hún stækki meira. Hún er nú hátt í tveir kílómetrar að lengd.
Steinunni Helgadóttur, náttúruvársérfræðingi Veðurstofu Íslands, sem ræddi við RÚV, segir að það hafi dregið úr skjálftavirkni en enn sé gasmengun viðvarandi í Reykjanesbæ. Mælst hefur í lofti bæjarins mikið magn brennisteinsdíoxíðs en í Njarðvík mælast loftgæðin óholl í augnablikinu. Fram kemur í frétt RÚV að brennisteinsdíoxíð við Stapaskóla mælist nú langt yfir heilsumörkum eða rúmlega 5000 þúsund míkrógrömm á rúmmetra.
Fólk í Reykjanesbæ er beðið um að hafa glugga lokaða og fylgjast með loftgæðum á vefnum loftgæði.is.
Ljósmyndari Mannlífs gerði heiðarlega tilraun til að mynda gosið rétt fyrir níu í morgun en gasmengunin var slík að ekki sást í eldglæringarnar.

Komment