1
Pólitík

Sakaði þingmenn Flokks fólksins um lygar

2
Pólitík

Stefán sendi pillu á gamla skólasystur

3
Innlent

Sérsveitin á ferðinni

4
Heimur

Mataráhrifavaldurinn Michael Duarte skotinn til bana af lögreglu

5
Heimur

Ný gögn sýna viðbrögð Andrews við ásökunum í tölvupósti frá Ghislaine

6
Pólitík

Miðflokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um réttindi fatlaðs fólks

7
Fólk

Fágæt perla í Sundunum til sölu

8
Heimur

Sjúklingur myrti sjúkraliða í Austur-Svíþjóð

9
Innlent

Þrjótur skvetti málningu á bíla

10
Heimur

Lítil þyrla nauðlenti á akri

Til baka

Mótmæla mótmælum á Austurvelli

„Við samþykkjum ekki útlendingahatur, ofbeldi eða rasisma.“

Austurvöllur
AusturvöllurTvenn mótmæli eru boðuð 31. maí næstkomandi.
Mynd: Wikipedia

Samtökin No Borders Iceland hafa ásamt nokkrum öðrum samtökum, boðað til gagnmótmæla á Austurvelli þann 31. maí næstkomandi. Eru mótmælin boðuð vegna annarra mótmæla sem boðuð hafa verið gegn stefnu yfirvalda í málefnum hælisleitenda.

Ekki kemur fram hver stendur á bak við mótmæli sem boðuð eru á Austurvelli laugardaginn 31. maí klukkan 14:00 en í færslu sem skrifuð var á viðburðinn á Facebook segir:

„Mótmæli 31.maí. Þú verður að mæta!

Við stöndum á tímamótum – framtíð Íslands er í húfi.
Stjórnvöld hafa brugðist skyldum sínum með veikri og óábyrgri stefnu í málefnum hælisleitenda.
Landamæri eru að engu höfð, reglur brotnar og öryggi almennings sett í annan sæti.

Nú ætla „No Borders“-hreyfingar og jafnvel aðrir öfgahópar að mæta – ekki til að hlusta, heldur til að ryðjast yfir lýðræðislegt samtal okkar með kröfum um opið land, regluleysi og afnám sjálfstæðrar stefnu Íslands.

Við segjum: það er komið nóg!

Ef við stöndum ekki saman núna, þá tapar rödd almennings.
Við verðum að mæta – til að standa vörð um lög, öryggi og framtíð barna okkar.

Komdu og sýndu að þú styður Ísland með rótum, reglu og ábyrgð.
Ekki láta öfgahópa eigna sér umræðuna.“

Klukkan 13:00 sama dag og sama stað er svo boðað til mótmæla útlendinahatri og ofbeldi en það eru samtök á borð við No Borders Iceland, IWW Ísland og Réttur barna á flótta, sem standa á bak við mótmælin.

Í viðburðarlýsingu þeirra mótmæla stendur:

„Á sama tíma og rasískt gengi útlendingahatara áformar að hópast saman í þeim tilgangi að dreifa fordómum, ótta, áróðri og hvatningu til ofbeldis gegn flóttafólki munum við koma saman á Austurvelli og mæta þeim með skýrum skilaboðum. Við samþykkjum ekki útlendingahatur, ofbeldi eða rasisma, við stöndum með fólki á flótta og réttinum til öryggis, frelsis og mannlegrar reisnar.

Mætum öll á Austurvöll laugardaginn 31. maí 13:00 og stöndum sameinuð gegn rasisma og aðskilnaði, og fyrir samfélagi byggðu á samstöðu, mannréttindum og virðingu.

Við hvetjum öll sem hafna hatursorðræðu og kynþáttahyggju til að mæta með okkur og sýna að rasisminn mun ekki vaða uppi óáreittur.

Fólk á flótta eru manneskjur með rödd, líf og rétt til ferðafrelsis og öryggis.

Við stöndum saman – í andspyrnu.“

Mannlíf hafði samband við Kristján Helga Þráinsson hjá aðgerðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, varðandi það hvort lögreglan hefði áhyggjur af því að þessir mismunandi hópar séu að fara að mótmæla á sama stað. Kristján Helgi sagði að þetta yrði skoðað betur hjá lögreglunni þegar nær dregur.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Auður „jarmar“
Menning

Auður „jarmar“

Six Seven
Skipulögðum brotahópum fjölgað um helming á Íslandi
Innlent

Skipulögðum brotahópum fjölgað um helming á Íslandi

Sigur Íslands aldrei í hættu
Sport

Sigur Íslands aldrei í hættu

Þrjótur skvetti málningu á bíla
Innlent

Þrjótur skvetti málningu á bíla

Lítil þyrla nauðlenti á akri
Heimur

Lítil þyrla nauðlenti á akri

Tvö Múlaborgarmál felld niður - eitt fer fyrir dóm
Innlent

Tvö Múlaborgarmál felld niður - eitt fer fyrir dóm

Mainz tapar máli gegn leikmanni sem studdi Palestínu opinberlega
Sport

Mainz tapar máli gegn leikmanni sem studdi Palestínu opinberlega

Miðflokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um réttindi fatlaðs fólks
Pólitík

Miðflokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um réttindi fatlaðs fólks

Sjúklingur myrti sjúkraliða í Austur-Svíþjóð
Heimur

Sjúklingur myrti sjúkraliða í Austur-Svíþjóð

Fágæt perla í Sundunum til sölu
Myndir
Fólk

Fágæt perla í Sundunum til sölu

Mataráhrifavaldurinn Michael Duarte skotinn til bana af lögreglu
Heimur

Mataráhrifavaldurinn Michael Duarte skotinn til bana af lögreglu

Innlent

Skipulögðum brotahópum fjölgað um helming á Íslandi
Innlent

Skipulögðum brotahópum fjölgað um helming á Íslandi

Vaxandi spenna í alþjóðamálum hefur leitt til aukinna tengsla brotahópa við hryðjuverkahreyfingar og erlend ríki.
Leikskólastarfsmaðurinn ákærður
Innlent

Leikskólastarfsmaðurinn ákærður

Þrjótur skvetti málningu á bíla
Innlent

Þrjótur skvetti málningu á bíla

Tvö Múlaborgarmál felld niður - eitt fer fyrir dóm
Innlent

Tvö Múlaborgarmál felld niður - eitt fer fyrir dóm

Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann
Innlent

Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann

Loka auglýsingu