1
Pólitík

Viktor Orri hæðist að Snorra Mássyni

2
Innlent

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“

3
Fólk

Kópavogshöll með flugvélaskúr til sölu

4
Innlent

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli

5
Innlent

Fannar var hræddur við marga á Stuðlum

6
Innlent

Hópuppsögn hjá Icelandair

7
Heimur

Vinur Vilhjálms prins féll til bana af hótelþaki

8
Minning

Harpa Elín Haraldsdóttir látin

9
Fólk

Glúmur gat ekki brosað til gullfallegrar konu

10
Innlent

Lögreglan lítur alvarlegum augum á dómsmál tveggja lögreglumanna

Til baka

Mótmæli boðuð vegna brottvísunar rússneskrar fjölskyldu

„Ísland hefur skuldbundið sig til að verja mannréttindi – ekki brjóta þau“

Þorbjörg Sigríður Gunlaugsdóttir
Þorbjörg Sigríður GunnlaugsdóttirMótmælt verður fyrir utan dómsmálaráðuneytið á mánudagsmorgun
Mynd: Víkingur

Hópur fólks hyggst mótmæla fyrir utan dómsmálaráðuneytið, Skúlagötu 4, mánudaginn 13. október klukkan 9:00 vegna brottvísunar rússneskrar fjölskyldu af Íslandi. Að mótmælunum stendur samtökin No Borders Iceland, sem krefjast þess að stjórnvöld tryggi að fjölskyldan verði ekki send til Rússlands, þar sem hún sæti ofsóknum af hálfu yfirvalda.

Samkvæmt yfirlýsingu samtakanna var fjölskyldunni, hjónunum Gadzhi Gadzhiev og Mariiam Taimova og þremur ungum börnum þeirra, þar á meðal tveggja vikna tvíburum, vísað úr landi til Króatíu, fyrsta Schengen-ríkisins sem þau höfðu viðkomu í. Fjölskyldan kom til Íslands í desember 2024 eftir að hafa flúið pólitískar ofsóknir í Rússlandi, en Gadzhi var áður fangelsaður fyrir að andmæla stjórnvöldum.

Mariiam fæddi tvíburana með keisaraskurði eftir áhættumeðgöngu og alvarlega heilsufarskvilla, en fjölskyldan var engu að síður handtekin tveimur vikum síðar og brottvísað. Í yfirlýsingunni segir að móðir, systir og bróðir Gadzhi hafi fengið varanlegt dvalarleyfi á Íslandi „á grundvelli einmitt þeirra sömu pólitísku ofsókna og hann sætir sjálfur“.

No Borders segir að með þessari ákvörðun hafi íslensk stjórnvöld „komið því í kring að fjölskyldan stendur frammi fyrir raunverulegri hættu á fangelsun, pyntingum og ofbeldi“.

Þá vísa samtökin til gagnrýni á króatísk yfirvöld af hálfu mannréttindasamtaka á borð við Amnesty International fyrir að senda umsækjendur um alþjóðlega vernd aftur til Rússlands. Samkvæmt AIDA gagnagrunni hafi Króatía aðeins samþykkt 0,3 prósent umsókna frá rússneskum ríkisborgurum árið 2023.

Í yfirlýsingunni segir jafnframt að með brottvísun fjölskyldunnar hafi íslensk stjórnvöld brotið gegn 42. grein útlendingalaga, sem kveður á um bann við endursendingu (non-refoulement). Þar segir meðal annars:

„Ekki er heimilt samkvæmt lögum þessum að senda útlending eða ríkisfangslausan einstakling til svæðis þar sem hann hefur ástæðu til að óttast ofsóknir eða þar sem hann er í yfirvofandi hættu á að láta lífið eða verða fyrir ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð.“

No Borders segir að hætta sé á að börn hjónanna verði tekin af þeim við komu til Rússlands og komið fyrir á munaðarleysingjahæli, en foreldrar fangelsaðir.

Á mótmælunum verður dómsmálaráðherra afhentur listi krafna. Þar er meðal annars krafist að stjórnvöld tryggi að fjölskyldan verði ekki send til Rússlands, að henni verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur með samþykki Alþingis og að stjórnvöld leiti allra leiða til að koma henni aftur til Íslands.

Einnig krefjast samtökin þess að stjórnvöld fari að lögum og virði 42. grein útlendingalaga, sem og að fallið verði frá frekari lagasetningu sem „skerðir réttindi fólks á flótta“.

Í yfirlýsingunni segir:

„Ísland hefur skuldbundið sig til að verja mannréttindi – ekki brjóta þau. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld axli ábyrgð og snúi við þessari skelfilegu ákvörðun. Engin manneskja er ólögleg!“

Að mótmælunum koma meðal annarra Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir lögmaður, Diana Burkot, liðskona Pussy Riot, og Valur Gunnarsson, sagnfræðingur, sem munu flytja ræður.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Glúmur gat ekki brosað til gullfallegrar konu
Fólk

Glúmur gat ekki brosað til gullfallegrar konu

„Glúmur, you still got it.“
Vinur Vilhjálms prins féll til bana af hótelþaki
Heimur

Vinur Vilhjálms prins féll til bana af hótelþaki

Ungur maður verður ákærður fyrir skipuleggja hryðjuverk í Svíþjóð
Heimur

Ungur maður verður ákærður fyrir skipuleggja hryðjuverk í Svíþjóð

Leiðbeinandinn á Múlaborg ákærður
Innlent

Leiðbeinandinn á Múlaborg ákærður

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli
Innlent

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli

Kópavogshöll með flugvélaskúr til sölu
Fólk

Kópavogshöll með flugvélaskúr til sölu

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“
Innlent

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“

Öfgamaðurinn Tommy Robinson sýknaður
Heimur

Öfgamaðurinn Tommy Robinson sýknaður

Nýtt frumvarp í Ísrael heimilar dauðarefsingu Palestínumanna
Heimur

Nýtt frumvarp í Ísrael heimilar dauðarefsingu Palestínumanna

Lamdi mann og hótaði honum lífláti
Innlent

Lamdi mann og hótaði honum lífláti

Lögreglumenn óku í tvígang yfir meintan glæpamann
Myndband
Heimur

Lögreglumenn óku í tvígang yfir meintan glæpamann

The Saints of Boogie Street snúa aftur eftir þriggja ára hlé
Menning

The Saints of Boogie Street snúa aftur eftir þriggja ára hlé

Innlent

Leiðbeinandinn á Múlaborg ákærður
Innlent

Leiðbeinandinn á Múlaborg ákærður

Líklegt að þinghaldið verði lokað
Fannar var hræddur við marga á Stuðlum
Innlent

Fannar var hræddur við marga á Stuðlum

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli
Innlent

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“
Innlent

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“

Lamdi mann og hótaði honum lífláti
Innlent

Lamdi mann og hótaði honum lífláti

Loka auglýsingu