Í dagbók lögreglu frá því í nótt og í gærkvöldi er greint frá því að einn einstaklingur hafi verið handtekinn grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna.
Tilkynnt var um innbrot í verslun. Við frumrannsókn lögreglu kom í ljós að aðeins smámynt virðist hafa verið tekin úr afgreiðslukassa en er málið í rannsókn.
Ökumaður var stöðvaður í akstri grunaður um of hraðan akstur en hann ók á 130 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst.
Tilkynnt var um átök í miðbænum. Skömmu síðar var maður handtekinn og vistaður vegna ástands en hann er grunaður í málinu.
Lögregla var kölluð til vegna umferðaróhapps en þar hafði bifreið verið ekið upp á umferðareyju. Í ljós kom að ökumaðurinn var ölvaður og var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Hann var svo vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Komment