
Nær allar sundlaugar Reykjavíkur verða lokaðar í einhvern tíma í sumar vegna framkvæmda við laugarnar en greint er frá þessu í tilkynningu frá borginni.
Í Vesturbæjarlaug er lengri viðhaldslokun en í öðrum sundlaugum þar sem sinna þarf fleiri verkefnum samkvæmt borginni. Í tilkynningunni er nefnt málun á laugarkeri, að skipta út rennibraut, færa körfuboltaspjald, lyftu við barnalaug, skipta um neyðarkerfi og annað almennt viðhald.
Framkvæmdir á nýjum sánum í Vesturbæjarlaug hefjast föstudaginn 2. maí. Nauðsynlegt reynist að loka sérklefanum á meðan á framkvæmdum stendur þar sem ekki er hægt að tryggja örugga leið til og frá þeim klefa vegna nálægðar við framkvæmdasvæði að sögn borgarinnar. Þetta á einnig við um hjólastólaaðgengi að Vesturbæjarlaug á þessum tíma þar sem inngangur fyrir fólk í hjólastólum er á framkvæmdasvæði. Útiklefar verða opnir en munaskápar verða færðir í anddyri og gengið verður í klefana frá laug.
Hægt er að sjá hvenær laugarnar eru lokaðar hér fyrir neðan:
Árbæjarlaug: 19. maí – 4. júní
Breiðholtslaug: 10. – 17. maí
Dalslaug: Engin lokun
Grafarvogslaug: 6. – 12. júní
Klébergslaug: Engin lokun
Laugardalslaug: 30. apríl
Sundhöll: 16. – 24. ágúst
Vesturbæjarlaug: 26. maí – 23. júní
Komment