Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi, er langt frá því að vera sáttur við viðbrögð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra við tillögum Donald Trump á Gaza.
Forsetinn vill að skipuð verði sérstök „Friðarstjórn“ sem muni stjórna Gaza og Hamas skili öllum gíslum sínum innan þriggja sólarhringa frá því að áætlunin tekur gildi.
„Þetta er allavega það jákvæðasta sem hefur gerst á þessu svæði í nokkurn tíma og ég vona að því verði fylgt eftir og ég vona að bæði Ísrael og Hamas fari að átta sig á hvað til þeirra ábyrgðarsviðs heyrir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra við Mbl.is um málið.
„Nei, Þorgerður Katrín,“ skrifar sagnfræðingurinn á Facebook. „Þessi hugmynd Bandaríkjaforseta (og ég geri mér grein fyrir því að sumum okkar finnist hann „nú vera heillandi, karlinn“) er ekki grunnur að friði. Lykilatriði í tillögunum eru hrein ögrun og önnur eru svo loðin og óútfærð að þau geta aldrei orðið grunnur að friðarsamningum og Bandaríkjastjórn veit það mætavel.“

Komment