
SeljahverfiðUngmenni áreittu fólk í gærkvöldi.
Mynd: Shutterstock
Tiltölulega rólegt var á höfuðborgarsvæðinu í nótt eftir hitabylgju síðustu daga á undan.
Þó var hópur ungmenna með „ógnandi tilburði“ og að „áreita fólk“ í Seljahverfinu í gærkvöldi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Málið verður unnið með aðkomu barnaverndar, segir lögreglan.
Maður í annarlegu ástandi vegna fíkniefna var handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir líkamsárás í austurborginni. Þá var maður í póstnúmeri 104 tekinn vegna hótana.
Lögreglan aðstoðaði leigubílstjóra með farþega, en hann hafði sofnað ölvunarsvefni í bifreiðinni í póstnúmeri 112, austast í Grafarvogshverfinu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment