1
Pólitík

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“

2
Heimur

Tölvuhakkarar hafa lamað herskyldukerfi Rússa í mánuði

3
Heimur

Donald Trump varar við „mjög alvarlegum hefndaraðgerðum“ eftir banvæna árás í Sýrlandi

4
Innlent

Eldur tengir RÚV og hinsegin fólk við hryðjuverkaárásina í Ástralíu

5
Innlent

Klámvenjur Íslendinga afhjúpaðar

6
Heimur

Fyrrverandi klámleikkona sakfelld fyrir morð á eiginmanni sínum

7
Heimur

Matarsendill sprautaði piparúða yfir skyndibita viðskiptavina

8
Innlent

Íslendingur dæmdur fyrir að stofna lífum annarra í hættu

9
Heimur

Múslimi stöðvaði skotmann sem drap 11 á hátíð Gyðinga á Bondi-ströndinni

10
Fólk

Reffilegt glæsihús neðst í botnlanga til sölu

Til baka

Ný varnarstefna: Íslendingar fá sér kafbát

Ný stefna í vörnum Íslands byggir á varnarsamningi við Bandaríkin þrátt fyrir hótanir þeirra gegn Grænlandi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Boðar nýja varnarstefnuÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra boðar bæði samráð og tafarlausar aðgerðir.
Mynd: Utanríkisráðuneytið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra kynnti ríkisstjórninni í morgun grunn að nýrri varnarstefnu, sem er í samræmi við stjórnarsáttmála Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins.

Meðal aðgerða sem ráðist verður í er að „ómannaður eftirlitskafbátur [verði] tekinn í notkun í samvinnu við Landhelgisgæsluna til að efla eftirlit með sæstrengjum og höfnum“.

Þá verður „eftirlit með netárásum sömuleiðis eflt, örugg fjarskipti bætt og ráðist í kaup á búnaði til að nema og stöðva ólöglega dróna,“ samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu.

Þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ítrekað boðað yfirtöku á Grænlandi og innlimun í Bandaríkin, er varnarsamningur Íslands við Bandaríkin grunnur að nýrri stefnu sem Þorgerður Katrín boðar í varnarmálum, eins og segir í tilkynningunni. „Byggt verður á stefnum og skuldbindingum sem Ísland hefur tekist á hendur og átt þátt í að þróa, m.a. innan Atlantshafsbandalagsins og á grundvelli varnarsamningsins við Bandaríkin og svæðisbundins varnarsamstarfs.“

Aðrar fyrirsjáanlegar breytingar á varnarstefnunni eru stjórnsýslulegar. Þær fela í sér uppsetningu á samþættingarmiðstöð öryggis- og varnarmála á varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins í samvinnu við ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæsluna og CERT-IS. Aðgerðir verða innan núverandi fjárheimilda. Utanríkisráðuneytið heldur utan um vinnuna í samstarfi við dómsmálaráðuneytið og önnur ráðuneyti og stofnanir.

Í dag erum við ekki aðeins að ýta úr vör stefnumótun heldur einnig aðgerðum.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra

Að auki verður settur verður á fót samráðshópur þingmanna allra flokka. Í tilkynningu ráðuneytisins er haft eftir Þorgerði Katrínu að stefnumótun hafi verið flýtt vegna aðstæðna.

„Þörfin á styrkingu í öryggis- og varnarmálum er knýjandi og því hef ég flýtt þessari stefnumótun, sem unnin verður í samstarfi við alla flokka á Alþingi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. „Við þurfum að sjá til þess að hér sé til staðar nauðsynleg þekking, geta og innviðir til að tryggja öryggi Íslands í samstarfi við bandalagsríki okkar. Í dag erum við ekki aðeins að ýta úr vör stefnumótun heldur einnig aðgerðum.“

Stefnt er að því að leggja fram drög að stefnu fyrir lok vorþings.

Sem fyrr segir virðist breytt varnarstefna ekki fela í sér endurskoðun á varnarsamningi við Bandaríkin, sem hafa lýst því yfir að Grænland verði hluti af Bandaríkjunum og haldið opinni beitingu hervalds til að taka það yfir.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem rætt er um að Íslendingar afli sér kafbáts. Árið 1958 lagði þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Pétur Ottesen, fram þingsályktunartillögu um að Landhelgisgæslan kynnti sér fýsileika þess að halda úti kafbát við Íslandsstrendur, en það var ekki síst til að verja fiskinn fyrir ágangi erlendra aðila.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Dómur í morðmáli Margrétar Löf kveðinn upp á morgun
Innlent

Dómur í morðmáli Margrétar Löf kveðinn upp á morgun

Er ákærð fyrir að hafa myrt föður sinni og reynt að myrða móður sína
Sveitarfélög á Austurlandi saka ríkið um svikin loforð
Landið

Sveitarfélög á Austurlandi saka ríkið um svikin loforð

Lögreglan eykur eftirlit með skotvopnum
Innlent

Lögreglan eykur eftirlit með skotvopnum

Kona dæmd fyrir að valda dauða manns á rafhlaupahjóli
Myndband
Heimur

Kona dæmd fyrir að valda dauða manns á rafhlaupahjóli

Only-Fans stjarnan Annie Knight varar aðra við eftir alvarlegt atvik
Heimur

Only-Fans stjarnan Annie Knight varar aðra við eftir alvarlegt atvik

Innkalla grjónagraut vegna aðskotahlutar
Innlent

Innkalla grjónagraut vegna aðskotahlutar

Íslendingur dæmdur fyrir að stofna lífum annarra í hættu
Innlent

Íslendingur dæmdur fyrir að stofna lífum annarra í hættu

Sonurinn er grunaður um morðið á Rob og Michele
Heimur

Sonurinn er grunaður um morðið á Rob og Michele

Allt sem vitað er um feðgana á Bondi-ströndinni
Heimur

Allt sem vitað er um feðgana á Bondi-ströndinni

Klámvenjur Íslendinga afhjúpaðar
Innlent

Klámvenjur Íslendinga afhjúpaðar

Ferðamanni bjargað úr sjávarháska á Tenerife
Heimur

Ferðamanni bjargað úr sjávarháska á Tenerife

Reffilegt glæsihús neðst í botnlanga til sölu
Myndir
Fólk

Reffilegt glæsihús neðst í botnlanga til sölu

Stefán Máni segir íslenskar kvikmyndir tilgerðarlega þvælu
Innlent

Stefán Máni segir íslenskar kvikmyndir tilgerðarlega þvælu

Pólitík

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“
Pólitík

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“

Lenya Rún gagnrýnir umræðu um úrsögn úr EES vegna innflytjendamála
Ráðherra fer í hjartaaðgerð
Pólitík

Ráðherra fer í hjartaaðgerð

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“
Pólitík

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“

Sanna tilkynnir framboð
Myndband
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

Svarar engu um ásakanir Stefáns Pálssonar
Pólitík

Svarar engu um ásakanir Stefáns Pálssonar

Helga Vala gagnrýnir málþóf um kílómetragjald
Pólitík

Helga Vala gagnrýnir málþóf um kílómetragjald

Loka auglýsingu