1
Innlent

„Samfélagið hafði ekki efni á fjölfötluðu barni“

2
Innlent

„Það er að ein­hverju leyti þetta fína fólk sem er í þess­um hefðbundnu hægri­flokk­um“

3
Innlent

Varasamt veður vegna vinds

4
Innlent

Segir aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart helförinni á Gaza vera „fyrirlitlegt“

5
Innlent

Fláráður ferðamaður neitaði að borga reikninginn og hótaði að drepa lögreglumann

6
Heimur

Yfirmaður í ísraelska hernum vill myrða 50 Palestínumenn fyrir hvern látinn Ísraela

Til baka

Ný varnarstefna: Íslendingar fá sér kafbát

Ný stefna í vörnum Íslands byggir á varnarsamningi við Bandaríkin þrátt fyrir hótanir þeirra gegn Grænlandi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Boðar nýja varnarstefnuÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra boðar bæði samráð og tafarlausar aðgerðir.
Mynd: Utanríkisráðuneytið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra kynnti ríkisstjórninni í morgun grunn að nýrri varnarstefnu, sem er í samræmi við stjórnarsáttmála Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins.

Meðal aðgerða sem ráðist verður í er að „ómannaður eftirlitskafbátur [verði] tekinn í notkun í samvinnu við Landhelgisgæsluna til að efla eftirlit með sæstrengjum og höfnum“.

Þá verður „eftirlit með netárásum sömuleiðis eflt, örugg fjarskipti bætt og ráðist í kaup á búnaði til að nema og stöðva ólöglega dróna,“ samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu.

Þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ítrekað boðað yfirtöku á Grænlandi og innlimun í Bandaríkin, er varnarsamningur Íslands við Bandaríkin grunnur að nýrri stefnu sem Þorgerður Katrín boðar í varnarmálum, eins og segir í tilkynningunni. „Byggt verður á stefnum og skuldbindingum sem Ísland hefur tekist á hendur og átt þátt í að þróa, m.a. innan Atlantshafsbandalagsins og á grundvelli varnarsamningsins við Bandaríkin og svæðisbundins varnarsamstarfs.“

Aðrar fyrirsjáanlegar breytingar á varnarstefnunni eru stjórnsýslulegar. Þær fela í sér uppsetningu á samþættingarmiðstöð öryggis- og varnarmála á varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins í samvinnu við ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæsluna og CERT-IS. Aðgerðir verða innan núverandi fjárheimilda. Utanríkisráðuneytið heldur utan um vinnuna í samstarfi við dómsmálaráðuneytið og önnur ráðuneyti og stofnanir.

Í dag erum við ekki aðeins að ýta úr vör stefnumótun heldur einnig aðgerðum.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra

Að auki verður settur verður á fót samráðshópur þingmanna allra flokka. Í tilkynningu ráðuneytisins er haft eftir Þorgerði Katrínu að stefnumótun hafi verið flýtt vegna aðstæðna.

„Þörfin á styrkingu í öryggis- og varnarmálum er knýjandi og því hef ég flýtt þessari stefnumótun, sem unnin verður í samstarfi við alla flokka á Alþingi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. „Við þurfum að sjá til þess að hér sé til staðar nauðsynleg þekking, geta og innviðir til að tryggja öryggi Íslands í samstarfi við bandalagsríki okkar. Í dag erum við ekki aðeins að ýta úr vör stefnumótun heldur einnig aðgerðum.“

Stefnt er að því að leggja fram drög að stefnu fyrir lok vorþings.

Sem fyrr segir virðist breytt varnarstefna ekki fela í sér endurskoðun á varnarsamningi við Bandaríkin, sem hafa lýst því yfir að Grænland verði hluti af Bandaríkjunum og haldið opinni beitingu hervalds til að taka það yfir.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem rætt er um að Íslendingar afli sér kafbáts. Árið 1958 lagði þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Pétur Ottesen, fram þingsályktunartillögu um að Landhelgisgæslan kynnti sér fýsileika þess að halda úti kafbát við Íslandsstrendur, en það var ekki síst til að verja fiskinn fyrir ágangi erlendra aðila.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


„Samfélagið hafði ekki efni á fjölfötluðu barni“
Innlent

„Samfélagið hafði ekki efni á fjölfötluðu barni“

Sigmundur Ernir ber saman háskólanám dætra sinna
„Það er að ein­hverju leyti þetta fína fólk sem er í þess­um hefðbundnu hægri­flokk­um“
Innlent

„Það er að ein­hverju leyti þetta fína fólk sem er í þess­um hefðbundnu hægri­flokk­um“

Fláráður ferðamaður neitaði að borga reikninginn og hótaði að drepa lögreglumann
Innlent

Fláráður ferðamaður neitaði að borga reikninginn og hótaði að drepa lögreglumann

Yfirmaður í ísraelska hernum vill myrða 50 Palestínumenn fyrir hvern látinn Ísraela
Heimur

Yfirmaður í ísraelska hernum vill myrða 50 Palestínumenn fyrir hvern látinn Ísraela

Segir aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart helförinni á Gaza vera „fyrirlitlegt“
Innlent

Segir aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart helförinni á Gaza vera „fyrirlitlegt“

Alexander Máni smyglaði inn fíkniefnum í hundamatsumbúðum
Innlent

Alexander Máni smyglaði inn fíkniefnum í hundamatsumbúðum

Karlmaður á fimmtugsaldri í gæsluvarðhaldi
Innlent

Karlmaður á fimmtugsaldri í gæsluvarðhaldi

Rússar hafna fundi með Zelensky – diplómatísk spenna magnast
Heimur

Rússar hafna fundi með Zelensky – diplómatísk spenna magnast

Um 100 mótmælendur trufluðu ríkisstjórnarfund
Myndir
Innlent

Um 100 mótmælendur trufluðu ríkisstjórnarfund

Uppsagnir á Sýn halda áfram
Innlent

Uppsagnir á Sýn halda áfram

Halla Tómasdóttir í hópi þeirra tekjuhæstu á Íslandi
Peningar

Halla Tómasdóttir í hópi þeirra tekjuhæstu á Íslandi

Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum
Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum

„Þessir flokkar hafa samfleytt ráðið yfir menntamálum síðan 2013, þar til núverandi ríkisstjórn tók við í desember“
Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni
Pólitík

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

Loka auglýsingu