1
Landið

Selfyssingur sagður hafa stjórnað skipi skakkur

2
Skoðun

Spillingin sem þrífst innan valdakerfisins

3
Innlent

23 sækjast eftir nýju embætti

4
Innlent

Halla og ökklabrotið örlagaríka: „Kannski var almættið þarna að grípa í taumana?“

5
Fólk

Snoturt raðhús í Kópavogi óskar eftir nýjum eiganda

6
Innlent

Örn dæmdur fyrir 30 þúsund klámfengnar myndir af börnum

7
Peningar

Góð samskipti tryggja Andrési tugi milljóna

8
Heimur

Grunsamlegur líkfundur við sjóinn á Kanarí

9
Innlent

Lögreglan lýsir eftir fólki

10
Heimur

Ótti meðal innflytjenda í Finnlandi

Til baka

Nýi ráðherrann, Guðmundur Ingi, hefur barist allt sitt líf

Guðmundur Ingi varð öryrki eftir bílslys. Hann eignaðist ungur langveikt barn.

Guðmundur Ingi Kristinsson
Guðmundur Ingi KristinssonNýr ráðherra mennta- og barnamála úr Flokki fólksins.
Mynd: Kristinn Magnússon

Þegar Guðmundur Ingi Kristinsson var fyrst kjörinn á Alþingi árið 2017, varð hann fyrir því sem margir með hans bakgrunn þekkja svo vel. Hann þurfti að endurgreiða örorkubæturnar.

„Ég þarf að borga nokkur hundruð þúsund til baka. Allt þetta ár sem ég hef fengið frá þeim,“ sagði Guðmundur Ingi í viðtali þar sem hann furðaði sig á að það væri „verið að lemja á þeim sem síst skyldi sem geta ekki varið sig“.

Nú er Guðmundur Ingi sannarlega ekki í stöðu öryrkja, heldur tekur hann við starfi sem fylgir gríðarlegt álag. Og er launað sem slíkt. Um leið og Guðmundur Ingi verður mennta- og barnamálaráðherra hækka launin hans í 2.487.072 kr. á mánuði, fyrir utan endurgreiðslur. Þar með talið er síma og netkostnaður upp á 131 þúsund krónur á ári, fastur starfskostnaður ríflega 600 þúsund á ári og ýmiss konar ferðakostnaður breytilegur eftir verkefnum.

Varð öryrki eftir bílslys

Guðmundir Ingi Kristinsson fæddist í Reykjavík á Bastilludaginn, 14. júlí 1955. Hann er sonur Kristins Jónssonar og Andreu Guðmundsdóttur. Hann útskrifaðist með gagnfræðipróf frá trésmíðideild Ármúlaskólans 1972 og hélt áfram námi við trésmíðadeild Iðnskólans í Reykjavík. Störf hóf hann þó í öðrum geira. Hann var lögreglumaður í Grindavík og Keflavík árin 1974 til 1989 og síðar afgreiðslumaður í versluninni Brynju við Laugaveg í 8 ár, en hún selur ýmislegt til viðhalds heimila.

Það var árið 1993 sem líf hans tók breytingum, þegar hann lenti á krossgötum sem leiddu hann á endanum í nýja vegferð. Þá lenti hann í bílslysi. Og eins og hann lýsti í viðtali við DV 2017, lenti hann á biðlista. „Það sem verra var þá lenti ég líka á biðlista. Þegar ég var loksins búinn í aðgerð og var að jafna mig þá fór mjóbakið, þá þurfti ég að fara í aðra aðgerð,“ sagði hann í viðtalinu.

Eftir að hafa orðið fyrir örorkunni hélt Guðmundur Ingi áfram að reyna að finna sér starfsvettvang og tók námskeið í Nýja tölvu- og viðskiptaháskólanum (NTV) í skrifstofunámi, vefsíðugerð og myndvinnslu.

Hann lenti síðan í öðru áfalli í umferðinni.

„Ég var búinn búinn að æfa stíft, búinn í námi og kominn á gott skrið í desember 1999 þegar ég lenti í seinna slysinu. Eldri ökumaður fór yfir á rangan vegarhelming og skall beint framan á bílinn minn.“

Guðmundur Ingi taldi sig heppinn að vera á lífi. „Miðað við það sem læknarnir sögðu mér á sínum tíma þá hefði ég átt að verða hjólastólsmatur fyrir meira en áratug. En ég gefst ekki upp, ég þjálfa líkamann og fer reglulega í sund,“ útskýrði hann. „Ég veit hins vegar að hryggurinn er hægt og rólega að síga niður. Það sést á röntgenmyndum. Það er vont, en það venst.“

Óvæntur bjargvættur

Það var þessi barátta sem blés honum réttlætiskennd í brjóst. Óvæntur bjargvættur kom þó til skjalanna, sem átti síðar eftir að verða höfuðandstæðingur Flokks fólksins.

„Ég var búinn að vera meira en ár á biðlista þegar ég hringdi inn í beina línu DV í Davíð Oddsson og hann sagði að ég ætti ekki að vera á biðlista. Þá var heflað af hryggnum, settar tvær stálplötur, bein úr mjöðm og átta skrúfur. Læknirinn sagði að ef ég hefði hnerrað þá hefði ég hæglega getað lamast. Það má segja að Davíð Oddsson og DV hafi bjargað lífi mínu.“

Sérfræðingur í kerfinu

Með því að lifa og hrærast í almannatryggingakerfinu varð Guðmundur Ingi með tímanum sérfræðingur. Hann byrjaði …

Opnaðu með áskrift

Mannlíf býður upp á áskrift að efni sem er tímafrekt í vinnslu og krefst aukinnar ritstjórnarvinnu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Einar segir Íslendinga taka reiðiköst af litlu tilefni
Innlent

Einar segir Íslendinga taka reiðiköst af litlu tilefni

Veðurfræðingurinn virti gerir upp vikuna
Góð samskipti tryggja Andrési tugi milljóna
Peningar

Góð samskipti tryggja Andrési tugi milljóna

Snoturt raðhús í Kópavogi óskar eftir nýjum eiganda
Myndir
Fólk

Snoturt raðhús í Kópavogi óskar eftir nýjum eiganda

Tveir látnir eftir skotárás á Krít
Heimur

Tveir látnir eftir skotárás á Krít

Spillingin sem þrífst innan valdakerfisins
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Spillingin sem þrífst innan valdakerfisins

Örn dæmdur fyrir 30 þúsund klámfengnar myndir af börnum
Innlent

Örn dæmdur fyrir 30 þúsund klámfengnar myndir af börnum

Grunsamlegur líkfundur við sjóinn á Kanarí
Heimur

Grunsamlegur líkfundur við sjóinn á Kanarí

Ótti meðal innflytjenda í Finnlandi
Heimur

Ótti meðal innflytjenda í Finnlandi

Maldíveyjar innleiða óvenjulegt bann
Heimur

Maldíveyjar innleiða óvenjulegt bann

Lögreglan lýsir eftir fólki
Innlent

Lögreglan lýsir eftir fólki

Troðfullur bíll af flugeldum kannaður
Innlent

Troðfullur bíll af flugeldum kannaður

Halla og ökklabrotið örlagaríka: „Kannski var almættið þarna að grípa í taumana?“
Nærmynd
Innlent

Halla og ökklabrotið örlagaríka: „Kannski var almættið þarna að grípa í taumana?“

Ungir karlmenn handteknir vegna fölsunarmáls
Innlent

Ungir karlmenn handteknir vegna fölsunarmáls

Pólitík

Segir evruna vera „eitt stærsta hagsmunamál almennings á Íslandi í dag“
Pólitík

Segir evruna vera „eitt stærsta hagsmunamál almennings á Íslandi í dag“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fagnar orðum Dags B. Eggertssonar um evruna
Gadzhi frá Dagestan skrifar Kristrúnu eftir brottvísun
Pólitík

Gadzhi frá Dagestan skrifar Kristrúnu eftir brottvísun

Jóhann Páll skipar nýjan formann
Pólitík

Jóhann Páll skipar nýjan formann

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála
Pólitík

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands
Pólitík

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands

„Mér finnst löngu tímabært að hætta að banna veðmálastarfsemi“
Pólitík

„Mér finnst löngu tímabært að hætta að banna veðmálastarfsemi“

Loka auglýsingu