
Fimm gistu fangaklefa lögreglu í nóttMyndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Víkingur
Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er greint frá því að lögregla hafi verið kölluð til vegna bifreiðar sem var mikið skemmd á stofnbraut. Aðili var handtekinn skömmu síðar grunaður um að hafa ekið bifreiðinni en sá einstaklingur var víðáttuölvaður. Ökumaðurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna aðila sem grunaðir voru um að vera sýsla með þýfi í íbúð í fjölbýlishúsi. Lögregla fór á staðinn og voru báðir aðilarnir handteknir og vistaðir í fangaklefa grunaðir um þjófnað.
Lögregla kölluð til vegna þjófnaðar í verslun. Málið var leyst á vettvangi með framburðarskýrslu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment