1
Pólitík

Sakaði þingmenn Flokks fólksins um lygar

2
Menning

Snorri sagði frá andláti föður síns á útgáfutónleikum í gær

3
Pólitík

Stefán sendi pillu á gamla skólasystur

4
Innlent

Sérsveitin á ferðinni

5
Heimur

Mataráhrifavaldurinn Michael Duarte skotinn til bana af lögreglu

6
Heimur

Ný gögn sýna viðbrögð Andrews við ásökunum í tölvupósti frá Ghislaine

7
Pólitík

Miðflokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um réttindi fatlaðs fólks

8
Pólitík

Snorri veður í blaðamann Vísis

9
Fólk

Fágæt perla í Sundunum til sölu

10
Heimur

Sjúklingur myrti sjúkraliða í Austur-Svíþjóð

Til baka

Ók óvart í gegnum rúðu á skólanum

Ökumenn lentu í óförum. Maður í Kópavogi bankaði í stigagangi og mætti svo með múrstein.

Hafnarfjörður
HafnarfjörðurLögreglan í Hafnarfirðinum segir frá óförum ökumanna á mismunandi fararskjótum.
Mynd: Shutterstock

Aðili á mótorhjóli ók í gegnum rúðu í skóla í Hafnarfirði í gærkvöldi, samkvæmt fréttum lögreglunnar af atburðum liðinnar nætur. Hann gerði það fyrir slysni og slapp með minniháttar áverka.

Annar missti stjórn á rafhlaupahjóli og olli skemmdum á tveimur ökutækjum. Þar var óförunum ekki lokið, því lögregla stóð hann að því að vera undir áhrifum áfengis. Hann var handtekinn, en fluttur á slysadeild með áverka á andliti og hendi.

Þriðji aðilinn á svæði lögreglunnar í Hafnarfirði var á bifreið. Hann ók ítrekað utan í vegrið og á vegkanta á ferðum sínum. „Hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins,“ segir í dagbókarskýrslu lögreglunnar.

Fögnuður og tryllingur í Reykjavík

Í miðborg Reykjavíkur var meira um misbrest í samskiptum en misheppnaðar samgöngur. Þar var „nokkuð um hávaðaútköll, ölvaða einstaklinga og slagsmál í miðborginni enda mikið um að vera, bæði skipulagða viðburði og margir að fagna útskriftum.“

Aðrir fögnuðu síður. Einn maður kaus að „ganga í skrokk á öðrum“ og lét ekki þar við sitja, heldur braut rúður í nokkrum bílum. Eins og lýsingin ber með sér reyndist hann í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa.

Lengst gekk nóttin þegar sérsveitin var kölluð út. Þá var tilkynnt um mann ógna öðrum með hníf í heimahúsi. Hann var handtekinn af sérsveitinni, fluttur á lögreglustöðina og vistaður í fangaklefa.

Maður bankar á hurðar - er með múrstein

Í Kópavoginum var einnig maður við hnífaburð, en hann slapp. „Tilkynnt um mann á gangi með hníf í hendi, aðilinn fannst ekki þrátt fyrir mikla leit,“ segir lögreglan. Annar maður á Kópavogssvæðinu var ekki svo heppinn með sitt athæfi. Þá var tilkynnt um „aðila í annarlegu ástandi á stigagangi að banka á hurðar“. „Þegar að lögregla kom á vettvang tók aðilinn á móti lögreglu með múrstein í hendi. Aðilinn reyndi að flýja lögreglu en án árangurs og var maðurinn vistaður í fangaklefa,“ segir lögreglan.

„Þegar þetta er ritað gista fjórir í aðilar fangaklefa,“ skrifaði fulltrúi lögreglu í dagbók hennar í morgun. Framangreind voru aðeins nokkur af 80 málum sem bókuð voru í kerfi lögreglunnar í nótt.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Billie Eilish hraunar yfir Elon Musk
Heimur

Billie Eilish hraunar yfir Elon Musk

„Helvítis aumkunarverða tíkarpíkuraggeit.“
17 ára stúlka myrt er hún verndaði bróður sinn fyrir árásarmanni
Heimur

17 ára stúlka myrt er hún verndaði bróður sinn fyrir árásarmanni

Snorri veður í blaðamann Vísis
Pólitík

Snorri veður í blaðamann Vísis

Snorri sagði frá andláti föður síns á útgáfutónleikum í gær
Menning

Snorri sagði frá andláti föður síns á útgáfutónleikum í gær

Skipulögðum brotahópum fjölgað um helming á Íslandi
Innlent

Skipulögðum brotahópum fjölgað um helming á Íslandi

Sigur Íslands aldrei í hættu
Sport

Sigur Íslands aldrei í hættu

Þrjótur skvetti málningu á bíla
Innlent

Þrjótur skvetti málningu á bíla

Lítil þyrla nauðlenti á akri
Heimur

Lítil þyrla nauðlenti á akri

Tvö Múlaborgarmál felld niður - eitt fer fyrir dóm
Innlent

Tvö Múlaborgarmál felld niður - eitt fer fyrir dóm

Mainz tapar máli gegn leikmanni sem studdi Palestínu opinberlega
Sport

Mainz tapar máli gegn leikmanni sem studdi Palestínu opinberlega

Miðflokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um réttindi fatlaðs fólks
Pólitík

Miðflokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um réttindi fatlaðs fólks

Innlent

Skipulögðum brotahópum fjölgað um helming á Íslandi
Innlent

Skipulögðum brotahópum fjölgað um helming á Íslandi

Vaxandi spenna í alþjóðamálum hefur leitt til aukinna tengsla brotahópa við hryðjuverkahreyfingar og erlend ríki.
Leikskólastarfsmaðurinn ákærður
Innlent

Leikskólastarfsmaðurinn ákærður

Þrjótur skvetti málningu á bíla
Innlent

Þrjótur skvetti málningu á bíla

Tvö Múlaborgarmál felld niður - eitt fer fyrir dóm
Innlent

Tvö Múlaborgarmál felld niður - eitt fer fyrir dóm

Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann
Innlent

Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann

Loka auglýsingu