
Tveir teknir fyrir að keyra of hrattFíknaefnaneytendur voru úti að aka
Mynd: Shutterstock
Í dagbók lögreglu er frá því að það hafi mest verið umferðarlögbrjótar á ferðinni í gær.
Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir við almennt umferðareftirlit og kom í ljós að þeir voru undir áhrifum fíkniefna eða voru án ökuréttinda. Þá var einn bílstjóri sektaður fyrir að keyra á 85 kílómetrahraða þar sem hámarkshraði er 50 og annar var tekinn á 95 kílómetrahraða þar sem mátti keyra á 60. Hann mun líka fá sekt.
Þá sinnti lögreglan tilkynningu um þjófnað í verslun en ekki kemur fram hvað verslun það var.
Fangageymslan var tóm þegar fjölmiðlar fengu senda dagbókina og þá kemur einnig fram að 58 mál hafi verið bókuð.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment