
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns bifreiðar sem ók á konu á rafmagnshlaupahjóli á gangbraut í Lönguhlíð í Reykjavík, við Eskitorg, í dag, föstudaginn 9. maí. Fyrrnefndur ökumaður nam staðar á vettvangi og átti orðaskipti við konuna, en ók síðan á brott. Tilkynning um slysið barst kl. 14.19, en ökumaður bifreiðarinnar var farinn af vettvangi þegar lögreglan kom á staðinn. Ökumaður rafmagnshlaupahjólsins var fluttur á slysadeild. Að hans sögn var bifreiðin sem um ræðir blár jeppi og við stýrið var eldri kona.
Við atvik eins og þetta er mikilvægt að ökumenn gangi úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af né að skemmdir hafi orðið. Sömuleiðis er áríðandi að tilkynna málið til lögreglu, ekki síst vegna þess að áverkar eru ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi. Lögreglan biður umræddan ökumann um að gefa sig fram en hafi aðrir orðið vitni að slysinu eru hinir sömu beðnir um að hafa samband í síma 444 1000. Upplýsingum um málið má sömuleiðis koma á framfæri í tölvupósti á netfangið [email protected]
Komment