
Freyja Sofie er ung íslensk stúlka sem notar samfélagsmiðilinn TikTok, birti nýverið myndband af ömurlegri reynslu sinni í miðborg Reykjavíkur, þar sem hún var elt af ókunnugum manni sem reyndi að stofna til samtals við hana, þvert á vilja hennar.
Myndbandið sem Freyja birti hefur vakið talsverða athygli og fengið mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum. Í myndbandinu má heyra rödd mannsins á meðan Freyja gengur í átt að verslun í bænum: Kemur þar fram að hún hafi byrjað að taka upp á símann sinn er hún áttaði sig á því að maðurinn væri að elta hana.
Í grein á vefmiðlinum Nútíminn um þetta mál má finna texta sem birtist á skjánum; þar segir:
„Byrjaði að taka vídeó þegar ég fattaði að hann væri að elta mig“.
Á upptökunni má heyra ókunnuga manninn spyrja Freyju: „Sorry. Hmm. What’s your name?“
Freyja svarar þannig: „Why?“
Maðurinn heldur áfram: „’Cause you are nice woman.“
Freyja svarar aftur: „I don’t know you. I’m sorry.“
Maðurinn heldur áfram að þrýsta á Freyju; spyr að lokum:
„How old are you honey?“
Þá bregst Freyja harkalega við:
„What the fuck?“ og gengur inn í verslunina 10/11.
Þegar Freyja kom aftur út beið maðurinn ennþá eftir henni fyrir utan verslunina.
Freyja skrifar á skjáinn þessi orð:
„Hann elti mig að 10/11 og bíður eftir mér fyrir utan“.
Maðurinn spurði:
„I just have one question.“
Freyja svaraði:
„What do you want?“
Maðurinn svarar á nýjan leik:
„How old are you?“
Freyja er þarna orðin frekar pirruð og spyr:
„Are you like waiting for me? What the fuck do you want?“
Þá spyr hann: „Are you nervous?“
Og Freyja svarar: „Nervous? I’m not nervous. There’s a man speaking to me and I told him not to talk to me. And now you’re waiting outside when I’m in the store.“
Maðurinn hélt áfram og sagði:
„I look at you, you look nice.“
Aftur svarar Freyja:
„You don’t know me? I don’t know you. Leave me alone. Are you like fucking following me?“
Hann sagði þetta:
„I want to look at you.“
Þá segir Freyja:
„Don’t look. What the fuck is your problem? Don’t do that shit. What the fuck is wrong with you?“
Að sögn Freyju gengur maðurinn þá að henni og er „með hendurnar úti eins og hann ætli að knúsa mig.“
Í lok þessa óhugnanlega myndbands skrifar Freyja:
„Thank god að ég var ekki full og með fulla meðvitund. Passið ykkur downtown please.“
Komment