
StrætóFramkvæmdastjórinn vissi ekki neitt um málið. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Richard Eriksson
Ökumenn á Sæbraut upp úr klukkan 17:00 í gær urðu vitni að því að tveir lögreglumenn höfðu afskipti af hóp æstra ungmenna við strætóskýli gegnt Holtagörðum.
Lögreglumennirnir voru á ómerktum lögreglubíl. „Þarna var um að ræða hóp ungmenna sem ekki fór að fyrirmælum Strætó. Leystist þegar lögregla kom á vettvang,“ sagði Erna Dís Gunnarsdóttir, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í svari við fyrirspurn Mannlífs um málið.
Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, hafði ekki heyrt af atvikinu þegar Mannlíf hafði samband við hann.
Ekki liggur fyrir hvað kom upp á en ungmennin, sem voru farþegar með leið 12, voru í miklu uppnámi, að sögn vitna.
Komment