1
Peningar

Penninn Eymundsson skellir í lás

2
Innlent

„Stolinn“ matarvagn auglýstur til sölu

3
Minning

Guðmundur Andri minnist látins bekkjarbróður

4
Innlent

Tvö börn hafa kært Írisi „eltihrelli“

5
Heimur

„Rusldrottning“ Svíþjóðar gæti fengið sex ára dóm

6
Minning

Vilhjálmur Rafnsson er fallinn frá

7
Landið

Séra Karen fer heim á Snæfellsnes

8
Pólitík

Bráðamóttakan stækkuð til muna

9
Heimur

Karl konungur pirraðist á minningarathöfn um Sigurdaginn

10
Innlent

Meint hópnauðgun í Árbæ ennþá í rannsókn

Til baka

Opnað fyrir tilnefningar um „Reykvíking ársins“

Fyrst var valið árið 2011 og hefur verið gert árlega síðan

Marta Wieczorek
Marta Wieczorek var valin í fyrraHún er er kennari við Hólabrekkuskóla
Mynd: Reykjavíkurborg

Borgarstjórinn í Reykjavík óskar í fimmtánda sinn eftir ábendingum frá borgarbúum um Reykvíking sem verið hefur öðrum til fyrirmyndar í borgarsamfélaginu en greint er frá þessu í tilkynningu frá borginni

Reykvíkingur ársins hefur verið útnefndur árlega frá árinu 2011. Samkvæmt borginni koma aðeins til greina einstaklingar, sem hafa verið til fyrirmyndar eða sýnt af sér háttsemi eða atferli sem kemur Reykjavík og íbúum borgarinnar til góða á einhvern hátt.

„Þetta gæti verið einhver sem hefur haft jákvæð áhrif á  borgarlífið, sýnt nærumhverfinu alúð eða gert mikið gagn í borginni á undanförnum árum með einhverjum hætti.

Hann, hún eða hán sem hlýtur viðurkenningu sem Reykvíkingur ársins opnar Elliðaárnar með því að renna fyrir laxi í ánni ásamt borgarstjóra, í boði Stangveiðifélags Reykjavíkur sem hefur árnar á leigu.“ segir í tilkynningunni.

„Reykvíkingur ársins 2024 var Marta Wieczorek, sem er kennari við Hólabrekkuskóla og fékk viðurkenninguna fyrir að vinna dýrmætt og óeigingjarnt starf í þágu barna borginni. Hún hefur jafnframt unnið ötullega að eflingu móðurmálskennslu í Pólska skólanum í Reykjavík, sem var stofnaður árið 2008, þar sem lögð er áhersla á pólskukennslu samhliða því að veita mikilvægan stuðning fyrir tvítyngda nemendur á Íslandi. Marta kennir einnig á íslenskunámskeiði fyrir börn sem eru nýkomin til Reykjavíkur.“

Hægt er að senda tilnefningar á netfangið [email protected]

Reykvíkingar ársins:

  • Marta Wieczorek, Reykvíkingur ársins 2024
  • Mikael Marinó Rivera, Reykvíkingur ársins 2023
  • Kamila Walijewska og Marco Pizzolato, Reykvíkingar ársins 2022
  • Guðjón Óskarsson, Reykvíkingur ársins 2021
  • Þorvaldur Daníelsson, Reykvíkingur ársins 2020
  • Helga Steffensen, Reykvíkingur ársins 2019
  • Bergþór Grétar Böðvarsson, Reykvíkingur ársins 2018
  • Anna Sif Jónsdóttir, Reykvíkingur ársins 2017
  • Reinhard Reinhardsson og Karólína Inga Guðlaugsdóttir, Reykvíkingar ársins 2016
  • Hanna Guðrún Sigurjónsdóttir, Reykvíkingur ársins 2015
  • Kristján og Gunnar Jónassynir, Reykvíkingar ársins 2014
  • Ólafur Ólafsson, Reykvíkingur ársins 2013
  • Theódóra Guðrún Rafnsdóttir, Reykvíkingur ársins 2012
  • Gunnlaugur Sigurðsson, Reykvíkingur ársins 2011
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Roksana
Heimur

Starfsmaður á lúxusleikskóla ákærður fyrir að hafa beitt 23 börn ofbeldi

cocaine kókaín
Heimur

Barbie í lykilhlutverki í fíkniefnaheimi Suður-Ameríku

Flugvallastarfsmaðurinn
Myndband
Heimur

Starfsmenn flugfélags sem hæddust að viðskiptavini sagt upp

Jón Gnarr árið 2025
Fólk

Jón Gnarr át úldinn sviðakjamma

matarvagn páll hafþór
Innlent

„Stolinn“ matarvagn auglýstur til sölu

Karl III
Heimur

Karl konungur pirraðist á minningarathöfn um Sigurdaginn