
Hátt í þrjú þúsund manns skráðu sig í Samfylkinguna í Reykjavík í aðdraganda prófkjörs þar sem segja má að hægri vængur nýju Samfylkingarinnar berjist við vinstri væng þeirrar gömlu.
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri á í vök að verjast vegna smölunar af hálfu stuðningsfólks Péturs Marteinssonar, þar sem fólk eins og Gillz, Gísli Marteinn og Logi Bergmann Eiðsson eru sagðir vera meðal nýskráðra í flokkinn.
Sjálf virðist Heiða hafa reynt að bregðast við á síðustu metrunum. Vísir hefur birt skilaboð hennar til utanflokksmanneskju þar sem hún segir: „Mér finnst þetta mjög erfið barátta þar sem karl með enga reynslu en frægur á að koma í stað mín. Ég óttast um okkar mál og áherslur.“
Í Pallborðinu á Vísi varpaði hún vafa á hvort skilaboðin væru fölsuð, lýsti minnisleysi um þau og kvaðst ætla að athuga málið.
Hætt er við því að hún hafi verið of sein til smölunar og borgarstjórinn í Reykjavík verði þannig felldur af eigin flokki með hjálp Kristrúnar Frostadóttur, formannsins á landsvísu, og utanflokksfólks.
Komment