Óskar Hinrik Long Jóhannsson hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að hafa beitt þáverandi kærustu sína ofbeldi en Héraðsdómur Reykjavíkur tók málið fyrir stuttu síðan.
Óskar var ákærður fyrir að hafa veist að kærustu sinni fimmtudaginn 9. nóvember 2023 og slegið hana í andlitið og ýtt henni utan í veggi með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á höfði og andliti.
Hann neitaði að hafa beitt hana ofbeldi en sagðist hafa verið að reyna fá hana til að yfirgefa íbúðina. Þegar það hafi ekki tekist hafi hann ætlað að fara sjálfur að fara en þá hafi þáverandi ráðist á hann. Hún hafi mögulega meitt sjálfa sig við það. Sagði hann konuna vera andlega veika og það væri mjög erfitt að vera í sambandi með manneskju sem væri andlega veik.
Framburður Óskars var metinn ótrúverðugur og var lýsing hans á þeirri meintu árás brotaþola, þ.e. að hún hafi stokkið á hann, þótti engan veginn geta skýrt þá áverka sem brotaþoli var með samkvæmt fyrirliggjandi áverkavottorði.
Hann var þó ekki dæmdur fyrir að hafa ýtt þáverandi kærustu sinni utan í veggi heldur aðeins fyrir að hafa slegið hana í andlitið.
Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára.
Komment