
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Kristján Arnar Ingason í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosfellsbæ til fimm ára frá 1. desember næstkomandi en þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu.
Kristján Arnar hefur starfað sem deildarstjóri í Breiðholtsskóla frá árinu 2024 en áður starfaði hann sem skólastjóri í grunnskólanum á Ísafirði og stýrði Birkimelsskóla auk þess að hafa starfað í Fellaskóla og Réttarholtsskóla.
Ágústa Elín Ingþórsdóttir sóttist einnig eftir að verða skipuð sem skólameistari Framhaldsskólans í Mosfellsbæ en hún komst í fréttirnar árið 2019 þegar hún var skólameistari Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi.
Ágústa þótti umdeild í starfi en mikill meirihluti kennara og starfsmanna skrifaði undir vantraustsyfirlýsingu sem beindist að henni. Var þáverandi menntamálaráðherra hvatur til að endurnýja ekki skipunartíma hennar. Var henni tilkynnt munnlega og bréfleiðis að staða hennar yrði auglýst og fór Ágústa í mál við ríkið þar sem hún taldi að ríkið hafa brotið lög um hvernig henni var tilkynnt um ákvörðunina. Ágústa tapaði málinu og starfinu.
Umsækjendur um embætti skólameistara FMOS
- Anne Héléna Clara Herzog
- Ágústa Elín Ingþórsdóttir
- Guðjón Ragnar Jónasson
- Íris Anna Steinarsdóttir
- Kristján Arnar Ingason
- Muniya Samy
- Vera Sólveig Ólafsdóttir
Komment